Líffræði hvala

Hvalir  (fræðiheiti: Cetacea) eru ættbálkur spendýra sem samanstendur af stórhvelum, höfrungum og hnísum. Hvalir er sá ættbálkur spendýra sem best er aðlöguð til sjávarlífs. Skrokkur þeirra er snældu- eða spólulaga. Framlimirnir hafa mótast í bægsli. Afturlimirnir eru líffæraleifar sem ekki tengjast hryggnum og eru faldir innan skrokksins. Afturendinn hefur láréttar ögður.

 

Ættbálkur hvala telur yfir áttatíu tegundir sem skiptast í tvo undirættbálka: skíðishvali og tannhvali, en til tannhvala teljast bæði höfrungar og hnísur.