Formfræði

Lögun

Rennilegur skrokkur og lítt áberandi útlimir sem lágmarka vatnsmótstöðu eru sameiginleg öllum hraðsyndum sjávarspendýrum og jafnframt eitt helsta einkenni þeirra. Flestar tegundir hafa bakugga, svokallað horn og vöðvastæltan sporð sem snýr lárétt við skrokkum. Lögun og litur sporðblöðkunnar er mjög breytileg eftir tegundum og milli einstaklinga sömu tegundar.

Litir

Grunnlitamynstur hvala eru þrennskonar: Einlitt, flekkótt eða rákótt og tvílitt þar sem litaskil eru milli baks og kviðar. Líklegt er að litarfar þjóni þeim tilgangi að gera dýrin minna áberandi, auðvelda þeim að nálgast bráð og verjast óvinum.

 

Öndunarfæri

Nasirnar eða blástursholurnar eru ofan á höfðinu og gera dýrunum kleyft að anda þótt skrokkurinn sé undir sjávarborði. Skíðishvalir hafa tvær blástursholur en tannhvalir einungis eina.

 

 

 

Heitt blóð 

Öll sjávarspendýr eru með heitt blóð og viðhalda stöðugum líkamshita 36°C til 38°C. Undir húðinni er fitulag, spik, sem auk þess að einangra er mikilvægur orkuforði. Þykkt spiksins er frá 5 til 50 cm.