Í bókinni „Íslensk spendýr“ í ritstjórn Páls Hersteinssonar er fjallað um 23 tegundir hvala á íslensku hafsvæði algengt er að sjá 11 þessara tegunda við landið. Flest eru þetta stórhveli, minnst stórhvelanna er Hrefnan sem einnig er talin algengust, ekki aðeins við Ísland heldur um allan heim.
Flökkudýr
Margar þessara tegunda eru flökkudýr. Þau fara suður og verja vetrinum í hlýrri sjó til að ala afkvæmi sín en snúa aftur í Norður-Atlantshafið til að nærast á sumrin. Far hvala sem dveljast allan ársins hring í Norður-Atlantshafinu er yfirleitt tengt fæðuframboði.