Grindhvalur

Grindhvalur
(Globicephala melas)

Lengd

kýr 4-5 m/ tarfar 5,5-6,25 m

Þyngd

kýr 0,9-1,3 t /tarfar 1,7-2,3 t

Blástur

 1 m

Öndunartíðni

 5 – 10 mín

Dýpi

30-600 m

Fæða

smokkfiskur, fiskur

Hámarksaldur

 kýr 59 ár, tarfar 46 ár

Staða stofns

Helstu einkenni

Grindhvalur eða marsvín er nokkuð stór tannhvalur, skrokkurinn er sívalur og  þreklegur, dökkbrúnn eða svartur með hvítan blett á bringu og  sum dýr hafa ljósan söðul aftan við hornið og ljósa skugga aftur frá augum. Hornið er staðsett fyrir framan miðjan búk, það er nokkuð sérstakt, langt, miðlungshátt, aftursveigt með ávalar útlínur og þykkt næst búknum. Bægslin eru mjó og óvenju löng, allt að 25% af lengd dýrsins, fremsti hluti bægslanna vísar út frá búknum svo sveigjast bægslin aftur og minna á handleggi. Tannapör eru 8 til 20 í hvorum góm.

 

Hegðun og far

Grindhvalir halda sig oftast í hjörðum þar sem er að finna fullorðin dýr af báðum kynjum og afkvæmi kúnna. Fullorðnir tarfar eru oftast ekki feður yngstu kálfanna í hjörðinni og virðist mökun verða milli hjarða. Hjarðirnar eru misstórar allt frá nokkrum dýrum upp í meira en þúsund. Hjarðir grindhvala mynda gjarnan stórar vöður oft nokkur hundruð eða þúsund dýr saman. Grindhvalir eru félagslyndir og slást oft í hóp annarra hvala svo sem höfrunga, langreyða, búrhvala og jafnvel háhyrninga. Á mökunartímanum er algengt að karldýrin berjist af mikilli hörku og lýkur slagsmálum oft með dauða eða alvarlegum limlestingum.

 

 

Ströndun og veiðar

Tegundin er þekkt fyrir hópströnd þar sem hundruð einstaklinga stranda á sama tíma,  mögulega vegna rangrar leiðsagnar forystudýrsins. Samheldni þeirra er slík að þau elta félags sína á land, út í opinn dauðann. Í Færeyjum er rík hefð fyrir grindhvalaveiðum og hvalirnir eru enn veiddir þar reglulega, þeir eru þá reknir á land þegar til þeirra sést nærri landi.