Hrefna

Hrefna
(Balaenoptera acutorostrata)

Lengd

7-10 m

Þyngd

kýr 7 t /tarfar 5,7 t

Blástur

 mjög ógreinilegur

Öndun

 5-20 mín

Dýpi

50-100 m

Fæða

ljósáta, smákrabbadýr, svifdýr og fiskur

 Hámarksaldur

um 50 ár

Staða stofns

stofni er ógnað

 

Helstu einkenni

Hrefnan er minnst reiðarhvala, skrokkur hennar er rennilegur en fremur gildvaxinn af reiðarhval. Svört eða dökk grá á baki en hvítleit á kvið. Höfuðið er frammjótt og eftir því endilöngu er hryggur eða kjölur. Bægslin eru mjóslegin og enda í oddi, eitt helsta einkenni norræna hrefna er áberandi hvíta þverrönd á bægslunum en bægsli hrefna á suðurhveli eru að jafnaði alsvört. Horn hrefnunnar er aftan við mitt bak, frekar stórt og aftursveigt, af því má þekkja einstaklinga.

 

Hegðun

Tegundin er þekkt fyrir forvitni og nálgast báta og skip óhikað, veltir sér í sjónum í kringum þá og stingur höfðinu upp til að skoða. Hrefnur sveigja líkamann fyrir köfun en lyfta ekki sporðinum, þær eiga það til að koma úr kafi og stökkva upp úr sjónum, þurrka sig sem kallað er. Hrefnur eru oftast einfarar eða halda sig í litlum hópum, stórar vöður sjást þó á góðum átusvæðum.

 

Far og fæðuöflun

Hrefnan er flökkuhvalur eða farhvalur og heldur sig jafna í hlýsævi á vetrum en ver sumrunum á norðlægari slóðum í góðu æti.

 

 

Veiðar og stofnstærð

 Á fyrri öldum var hrefnan talin of lítil til að það borgaði sig að veiða hana en frá um 1920 hefur hún verið aðalviðfang veiða í atvinnuskyni. Hrefnan virðist hafa mikla aðlögunarhæfni og er eina tegundin þar sem stofninn hefur stækkað þrátt fyrir verulega veiði og önnur inngrip.  Heildarstofnstærð á heimsvísu er áætluð um 800.000 dýr þar af er talið að um 200.000 séu í Norður-Atlantshafi.