Hver verður gestur númer 25.000?

Nú þegar háannatíminn er að baki og gestum farið að fækka samfara kólnandi veðurfari, þá sjáum við fram á að taka á móti 25 þúsundasta gestinum þetta árið, nú í október. Frá því að safnið opnaði árið 1997, hefur tölum um gesti safnsins verið haldið til haga fyrir hvert ár og í byrjun september höfðu 24.500 gestir sótt safnið heim, samanborið við um 20.700 gesti allt árið í fyrra. Gestur númer 25.000 verður því heiðursgestur og hlýtur af því tilefni gjöf frá safninu. Við bíðum spennt og teljum gestina sem aldrei fyrr.

Við minnum á að tvær heimildarmyndir eru til sýninga í sal Hvalasafnsins: Sperm Whales: Titans of the Deep; sem fjallar um Búrhvali í Norðursjó, rannsóknir og áhrif olíuleitar á stofninn og Giants of the Deep; sem segir sögu hnúfubaka og ferðalags þeirra frá Tonga til Norður-Alaska.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.