Fylgdu okkur á:

 • Facebook
 • Instagram
 • YouTube
 • Lærdómsrík heimsókn til Massachusetts

  Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík fór í síðustu viku utan til Massachusetts í Bandaríkjunum, í námsferð sem styrkt var af Safnasjóði. Hvalasafnið var eitt 21 viðurkenndra safna sem hlaut símenntunarstyrk fyrir starfsárið 2017. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Hvalveiðisafnið í New Bedford, en söfnin tvö hafa átt í farsælu samstarfi yfir um tveggja ára skeið.

  Mynd1

  Vel var tekið á móti starfsfólki Hvalasafnsins og átti það fundi með framkvæmdastjóra safnsins, auk fjölda annarra starfsmanna og yfirmanna safnsins og má segja að ferðin hafi verið lærdómsrík í alla staði.

  Mynd3

  Gist var í Boston, sem er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá New Bedford og þar fékk starfsfólkið einnig góðar móttökur af fyrrum sendiherra Bandaríkjanna og stórvini safnsins Robert C. Barber. Barber fór með gestina á hina ýmsu staði í og við Boston er tengjast Íslandi, auk þess að bjóða upp á góða fræðslu um svæðið.

  Mynd2

   

  mynd4