Lærdómsrík heimsókn til Massachusetts

Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík fór í síðustu viku utan til Massachusetts í Bandaríkjunum, í námsferð sem styrkt var af Safnasjóði. Hvalasafnið var eitt 21 viðurkenndra safna sem hlaut símenntunarstyrk fyrir starfsárið 2017. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Hvalveiðisafnið í New Bedford, en söfnin tvö hafa átt í farsælu samstarfi yfir um tveggja ára skeið.

Mynd1

Vel var tekið á móti starfsfólki Hvalasafnsins og átti það fundi með framkvæmdastjóra safnsins, auk fjölda annarra starfsmanna og yfirmanna safnsins og má segja að ferðin hafi verið lærdómsrík í alla staði.

Mynd3

Gist var í Boston, sem er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá New Bedford og þar fékk starfsfólkið einnig góðar móttökur af fyrrum sendiherra Bandaríkjanna og stórvini safnsins Robert C. Barber. Barber fór með gestina á hina ýmsu staði í og við Boston er tengjast Íslandi, auk þess að bjóða upp á góða fræðslu um svæðið.

Mynd2

 

mynd4

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.