Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða Lindi eins og hann er jafnan kallaður hafði undanfarin 17 ár gengt embætti forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands Eystra, og raunar hafði hann verið sá eini sem gengt hafði því embætti frá stofnun hennar. Lindi kom inn í stjórn Hvalasafnsins árið 2005 og hafði verið í henni allar götur síðan, þar af formaður í tvígang. Hann er sá einstaklingur sem lengst hefur gengt einhverskonar störfum fyrir Hvalasafnið. Lindi hætti um áramótin í stjórn safnsins og er honum þakkað góð störf undanfarinna 15 ára. Hvalasafnið á Húsavík og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa ávallt verið í góðu samstarfi og eru væntingar til áframhalds á því miklar. Stjórn Hvalasafnsins kom sér saman um að Jan Klitgaard tæki við stjórnarformennskunni fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn á næstu vikum.

 

Aðspurður um helstu breytingar sem hafa orðið á starfi Hvalasafnsins í sinni stjórnartíð nefnir Lindi rekstrarumhverfi safnsins, auk þess sem húsnæði þess hafi tekið miklum stakkaskiptum. „Þegar ég kom fyrst inn sem varamaður í stjórn safnsins bar safnið enn öll einkenni frumkvöðlastarfs Ásbjörns Björgvinssonar. Hann stofnaði safnið upp úr engu og kom á legg með aðstoð góðs fólks, m.a. með því að koma því fyrir í gamla slátur- og frystihúsi K.Þ. þar sem Hvalasafnið hefur vaxið og dafnað síðan. Á þessum árum var safnið mjög háð opinberum styrkjum og velvilja fólks og fyrirtækja í samfélaginu hér á Húsavík, sem lagði til safnsins með ýmsum hætti. Eðli máls samkvæmt var margt mjög frumstætt á þessum tíma, bæði hvað varðaði húsnæði og rekstur. Safnið þróaðist síðan út í það að verða viðurkennt safn skv. safnalögum og mjög vel rekstrarhæf eining sem er sáralítið háð rekstrarstyrkjum, samhliða fjölgun ferðamanna. Með bættum rekstrargrundvelli gafst svo svigrúm til að sinna betur viðhaldi og frekari endurbótum hússins og umhverfi þess. Stórt skref í þeim málum var auðvitað sala á hluta jarðhæðarinnar til Steinsteypis ehf., sem safnið hefur átt gott samstarf við síðan. Það er því óhætt að segja að miklar breytingar hafa orðið á þessum tíma en það má þó ekki gleymast að enn eru það hvalagrindurnar sem Ásbjörn hóf að sanka að sér og setja upp sem eru kjarninn í safninu.“

 

Lindi segir að áskoranir Hvalasafnsins hafi sannarlega verið margar síðustu 15 ár og af ýmsum toga. Nýjasta áskorunin, Covid-19 faraldurinn, sé auðvitað sú sem fyrst kemur upp í hugann. Faraldurinn hafi sett mikið strik í reikninginn í rekstri safnsins síðasta árið og auðvitað ekki útséð hvernig verður með árið 2021. Vonandi muni þó að rofa til í ferðaþjónustu í sumar og þá ætti reksturinn að verða fljótur að taka við sér, því safnið hafi yfir að ráða mjög öflugu starfsfólki og það standi á traustum grunni bæði rekstrar- og sýningarlega séð. Af öðrum áskorunum síðustu ára segir Lindi að nefna mætti rekstrargrundvöllinn fyrstu árin sem hann var viðloða stjórn safnsins og húsnæðislagfæringar ýmis konar sem sumar hafi tekið í. Síðast en ekki síst mætti nefna steypireyðargrindina og uppsetningu hennar í safninu. Það hafi tekið langan tíma og mikla vinnu að fá grindina norður til Húsavíkur og þegar það var í höfn hafi tekið við mikil áskorun við að koma henni fyrir og setja upp í safninu.

Stjórn og framkvæmdastjóri Hvalasafnsins í kjölfar síðasta stjórnarfundar 2020. Frá vinstri: Jan Klitgaard, Eva Björk Káradóttir, Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason, Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Daniel Annisius.

 

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.