Listamaður óskast

Hvalasafnið á Húsavík leitar að listamanni til að vinna sýningu í listarými safnsins fyrir tímabilið 2020-21.

Sýningin verður að tengjast hvölum eða lífríki þeirra með einhverjum hætti.

Áætlað er að unnið verði að uppsetningu sýningarinnar í janúar/febrúar 2020.

Umsókn eða fyrirspurnir má senda á eva@hvalasafn.is með fyrirsögninni Art 2020.

Með umsókn skal fylgja lýsing á sýningu og verkum ásamt kostnaðaráætlun.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. október 2019.

Um yfirstandandi sýningu:
„Ocean & the whales“ eftir Renata Ortega.

Sýningin samanstendur af vatnslita og akrýl málverkum af hvölum sem finnast í Atlantshafinu og við norðurheimskautið. Sýningin stendur fram í miðjan desember 2019.

Sjá meira um Renu hér.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki

Lokað er fyrir athugasemdir.