Listamaður óskast

Hvalasafnið á Húsavík leitar að listamanni til að vinna sýningu í listarými safnsins fyrir tímabilið 2020-21.

Sýningin verður að tengjast hvölum eða lífríki þeirra með einhverjum hætti.

Áætlað er að unnið verði að uppsetningu sýningarinnar í janúar/febrúar 2020.

Umsókn eða fyrirspurnir má senda á eva@hvalasafn.is með fyrirsögninni Art 2020.

Með umsókn skal fylgja lýsing á sýningu og verkum ásamt kostnaðaráætlun.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. október 2019.

Um yfirstandandi sýningu:
„Ocean & the whales“ eftir Renata Ortega.

Sýningin samanstendur af vatnslita og akrýl málverkum af hvölum sem finnast í Atlantshafinu og við norðurheimskautið. Sýningin stendur fram í miðjan desember 2019.

Sjá meira um Renu hér.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

Lokað er fyrir athugasemdir.