LNS Saga í heimsókn

Jarðgangnaflokkur verktakafyrirtækisins LNS Saga heimsótti Hvalasafnið í gær. Hópurinn var áhugasamur um safngripina og allt sem viðkemur hvölum. Það var ánægjulegt að finna fyrir áhuga starfsmanna LNS á þeirri afþreyingu sem í boði er á Húsavík. Starfsmennirnir dvelja í vinnubúðum á Húsavík í allt að tvö ár við vegtenginguna frá iðnaðarsvæðinu að Bakka að hafnarsvæðinu og einnig við hafnargerðina sjálfa. Það var Sturla Fanndal Birkisson sem fór fyrir starfsmönnum LNS Saga en hann er bæði ættaður úr Mývatnssveit og Húsavík.

img_2209_2

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.