Nýr framkvæmdastjóri ráðinn við Hvalasafnið

Jan Aksel Harder Klitgaard hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og mun hann taka við starfinu frá og með áramótum.

Alls sóttu 20 manns um stöðuna, af landinu öllu og voru þar af fimm umsækjendur boðaðir í viðtöl.

Jan Aksel er fæddur árið 1965 í Danmörku. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum í Frederikssund og námi í garðyrkjuframleiðslu og garðyrkjutækni frá Tekniske Skole í Vilvorde í Danmörku. Þá hefur hann að auki lokið ýmsum námskeiðum, s.s. í náttúruvernd og landvörslu. Jan Aksel hefur frá árinu 2009 starfað sem garðyrkjustjóri sveitarfélagsins Norðurþings.  Jan leggur stund á nám til BA prófs í þjóð- og mannfræði við Háskóla Íslands og mun ljúka því vorið 2015.

Jan Aksel hefur mikinn áhuga á safnastarfi og hvernig þekkingu er miðlað til almennings um manninn og umhverfið og tengslin þar á milli í sem víðastri mynd. Um árabil tók hann virkan þátt í umræðu starfsmanna safnsins um rekstur þess, hugmyndafræði og framtíðarsýn.

Jan Aksel er giftur Sigríði Valdísi Sæbjörnsdóttur leikskólastjóra. Hann á 3 börn frá fyrra hjónabandi og tvö stjúpbörn, börnin eru öll á aldrinum 10-20 ára.

Stjórn og starfsfólk safnsins býður Jan velkominn til starfa, með von um gott samstarf.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.