Nýr framkvæmdastjóri ráðinn við Hvalasafnið

Jan Aksel Harder Klitgaard hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og mun hann taka við starfinu frá og með áramótum.

Alls sóttu 20 manns um stöðuna, af landinu öllu og voru þar af fimm umsækjendur boðaðir í viðtöl.

Jan Aksel er fæddur árið 1965 í Danmörku. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum í Frederikssund og námi í garðyrkjuframleiðslu og garðyrkjutækni frá Tekniske Skole í Vilvorde í Danmörku. Þá hefur hann að auki lokið ýmsum námskeiðum, s.s. í náttúruvernd og landvörslu. Jan Aksel hefur frá árinu 2009 starfað sem garðyrkjustjóri sveitarfélagsins Norðurþings.  Jan leggur stund á nám til BA prófs í þjóð- og mannfræði við Háskóla Íslands og mun ljúka því vorið 2015.

Jan Aksel hefur mikinn áhuga á safnastarfi og hvernig þekkingu er miðlað til almennings um manninn og umhverfið og tengslin þar á milli í sem víðastri mynd. Um árabil tók hann virkan þátt í umræðu starfsmanna safnsins um rekstur þess, hugmyndafræði og framtíðarsýn.

Jan Aksel er giftur Sigríði Valdísi Sæbjörnsdóttur leikskólastjóra. Hann á 3 börn frá fyrra hjónabandi og tvö stjúpbörn, börnin eru öll á aldrinum 10-20 ára.

Stjórn og starfsfólk safnsins býður Jan velkominn til starfa, með von um gott samstarf.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.