Hverjir eru hvalirnir sem koma til Íslands á sumrin?
Hvernig birtist viðhorf mannfólksins til hvala í sögu og samtíma?
Slíkar spurningar heilla listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, en í verkum sínum rannsaka þau áhrif umhverfisins á margbrotin tengsl mannskepnunnar og annarra dýra.
Bókin varpar ljósi á nýjasta verkefni þeirra, Sjávarbláma, þar sem tvíeykið skoðar einstaka hvali út frá líkamsbyggingu, hljóði og menningu, í tengslum við síbreytileg umhverfisáhrif mannlegra gilda.
Þau hafa fengið í lið með sér sýningarstjóra og vísindamenn sem hver á sinn hátt segja frá hvölum og Sjávarblámaverkefninu í öllum sínum myndum.
Textahöfundar eru:
Eva Björk Káradóttir,
Filipa Ramos,
Marianne H. Rasmussen,
Pari Stave,
Snæbjörnsdóttir/Wilson,
Æsa Sigurjónsdóttir og
Ævar Petersen.
Útgáfuár: 2025
Útgefandi: Hvalasafnið á Húsavík
Blaðsíðufjöldi: 247
Tungumál: Íslenska & enska