Sjávarblámi / Seas´ Blue Yonder

kr.5,990.00

Bókin Sjávarblámi er vandlega unnin og fagurlega hönnuð, og markar mikilvægt framlag til bókmennta um hvali, vísindi og menningu. Með list og fræði að vopni dregur hún upp fjölþættar myndir af tengslum manns og hvals í síbreytilegu umhverfi.

Hverjir eru hvalirnir sem koma til Íslands á sumrin?
Hvernig birtist viðhorf mannfólksins til hvala í sögu og samtíma?

Slíkar spurningar heilla listamennina Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, en í verkum sínum rannsaka þau áhrif umhverfisins á margbrotin tengsl mannskepnunnar og annarra dýra.

Bókin varpar ljósi á nýjasta verkefni þeirra, Sjávarbláma, þar sem tvíeykið skoðar einstaka hvali út frá líkamsbyggingu, hljóði og menningu, í tengslum við síbreytileg umhverfisáhrif mannlegra gilda.

Þau hafa fengið í lið með sér sýningarstjóra og vísindamenn sem hver á sinn hátt segja frá hvölum og Sjávarblámaverkefninu í öllum sínum myndum.

Textahöfundar eru:
Eva Björk Káradóttir,
Filipa Ramos,
Marianne H. Rasmussen,
Pari Stave,
Snæbjörnsdóttir/Wilson,
Æsa Sigurjónsdóttir og
Ævar Petersen.

Útgáfuár: 2025

Útgefandi: Hvalasafnið á Húsavík

Blaðsíðufjöldi: 247

Tungumál: Íslenska & enska