Undir yfirborðinu

Hvalir og höfrungar verja einungis litlum hluta af tíma sínum við yfirborð sjávar. Það getur verið erfitt að átta sig á hvað þeir hafa fyrir stafni þann tíma sem þeir eru í kafi. Rannsóknir á köfunarlengd getur gefið okkur betri hugmynd um hvernig þeir verja tíma sínum neðansjávar. Með því að skrá tíma og staðsetningu hverrar köfunar og bera þessar upplýsingar saman við eiginleika tilsvarandi svæða í flóanum getum við betur áttað okkur á hvað um er að vera undir yfirborðinu.
Enn sem komið er hafa einungis verið gerðar greiningar á köfunarmynstri hnúfubaka.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri