Samstarf við lista- og vísindamenn – Opið kall frá Hvalasafninu

Hvalasafnið á Húsavík leitar nú eftir samstarfi við listafólk og vísindamenn sem hafa áhuga á að vinna með okkur að fræðslu og skapandi verkefnum fyrir börn og ungmenni. Safnið hefur á undanförnum árum þróast í átt að fjölbreyttum vettvangi fyrir samtal milli lista og vísinda, og viljum við nú efla enn frekar tengslin við skapandi og fræðilega starfsemi.
Við leitum að samstarfsaðilum sem:
  • vinna með þemu sem tengjast sjávarlíffræði, vistfræði, hvölum eða tengslum manns og náttúru,
  • hafa áhuga á að þróa sýningar, viðburði, námskeið, vinnusmiðjur eða fræðsluverkefni fyrir almenning,
  • vilja taka þátt í að efla fræðslu og samfélagslega þátttöku í gegnum list og vísindi.
Ef þú hefur áhuga á samstarfi, vinsamlegast sendu okkur stutta kynningu á þér og hugmyndum þínum á netfangið info@hvalasafn.is.  Við hlökkum til að heyra frá þér!