Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki síður mikilvægir safnastarfi eins og háannatími sumarsins en þó á gjörólíkan hátt. Á meðan að sumarið fer í stóran meirihluta gestamóttöku ársins eru veturnir notaðir til viðhalds, nýsköpunar og safnafræðslu.

Í febrúar smíðaði Trésmiðjan Val ehf. smíðað stigahús sem liggur frá frá 1. hæð niður á jarðhæð. Framkvæmdirnar eru tilkomnar vegna komu Hraðsins- nýsköpunarseturs á jarðhæð Hafnarstéttar 1 sem mun jafnframt tengjast Langaneshúsinu, Hafnarstétt 3 með þar til gerðu glerhýsi. Stigahúsið mun gera starfsfólki í húsunum tveimur kleyft að ferðast innanhúss um allt rými húsanna tveggja en töluvert samstarf verður milli fyrirtækja og stofnana sem hafa aðsetur þar.

Búið er að setja upp nýtt öryggis- og brunavarnakerfi í safninu en gamla kerfið var komið til ára sinna. Kerfið sjálft er keypt af Öryggismiðstöðinni en EG Jónasson ehf. sáu um lagnavinnu.

Á síðustu aðventu hýsti Hvalasafnið jólamarkað í þrígang. Markaðurinn sem var samvinnuverkefni Húsavíkurstofu og Fimleikadeildar Völsungs var haldinn á 1. hæð Hvalasafnsins. Fjölbreyttar vörur voru á boðstólnum, flestallar hannaðar í nærhéraði. Í undirbúningi markaðsins var veggur rifinn niður og 20 ára afmælissýning Hvalasafnsins fjarlægð en hún var opnuð í maí árið 2019. Til stendur að opna nýja sýningu á vordögum um náttúru hafsins. Textavinna er unninn innan safnsins en hönnun er í höndun Þórarins Blöndals. Þórarinn er safninu vel kunnur en hann hannaði heildrænt útlit steypireyðarsýningarinnar sem og hvalveiðisýningarinnar á safninu. Þá er nýja sýningin einnig unnin í samstarfi við Strýtan Divecenter á Hjalteyri sem útvega myndefni.

Árið 2021 heimsóttu 22 þúsund manns Hvalasafnið. Íslendingar voru fjölmennasta gestaþjóðin en sem kunnugt er voru utanlandsferðir í lágmarki sumrin 2020 og 2021 vegna Covid 19. Árið 2019 heimsóttu 31 þúsund manns safnið þannig að óhætt er að segja að Hvalasafnið eigi inni fyrir komandi sumri, gefið að ferðatakmarkanir verði litlar sem engar