Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna Whale Wise var fyrst haldin 2021 og er meginþema hátíðarinnar sérvaldar kvikmyndir sem snúa að hafinu og lífríki þess. Báða sýningardagana verða sýndar myndir frá kl. 19-23 og opnar húsið 18:45. Að þessu sinni verða myndir hátíðarinnar einnig algengar á internetinu frá 18. ágúst til 1. september. Hægt verður að horfa á myndirnar HÉR.

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða Lindi eins og hann er jafnan kallaður hafði undanfarin 17 ár gengt embætti forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands Eystra, og raunar hafði hann verið sá eini sem gengt hafði því embætti frá stofnun hennar. Lindi kom inn í stjórn Hvalasafnsins árið 2005 og hafði verið í henni allar götur síðan, þar af formaður í tvígang. Hann er sá einstaklingur sem lengst hefur gengt einhverskonar störfum fyrir Hvalasafnið. Lindi hætti um áramótin í stjórn safnsins og er honum þakkað góð störf undanfarinna 15 ára. Hvalasafnið á Húsavík og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa ávallt verið í góðu samstarfi og eru væntingar til áframhalds á því miklar. Stjórn Hvalasafnsins kom sér saman um að Jan Klitgaard tæki við stjórnarformennskunni fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn á næstu vikum.

 

Aðspurður um helstu breytingar sem hafa orðið á starfi Hvalasafnsins í sinni stjórnartíð nefnir Lindi rekstrarumhverfi safnsins, auk þess sem húsnæði þess hafi tekið miklum stakkaskiptum. „Þegar ég kom fyrst inn sem varamaður í stjórn safnsins bar safnið enn öll einkenni frumkvöðlastarfs Ásbjörns Björgvinssonar. Hann stofnaði safnið upp úr engu og kom á legg með aðstoð góðs fólks, m.a. með því að koma því fyrir í gamla slátur- og frystihúsi K.Þ. þar sem Hvalasafnið hefur vaxið og dafnað síðan. Á þessum árum var safnið mjög háð opinberum styrkjum og velvilja fólks og fyrirtækja í samfélaginu hér á Húsavík, sem lagði til safnsins með ýmsum hætti. Eðli máls samkvæmt var margt mjög frumstætt á þessum tíma, bæði hvað varðaði húsnæði og rekstur. Safnið þróaðist síðan út í það að verða viðurkennt safn skv. safnalögum og mjög vel rekstrarhæf eining sem er sáralítið háð rekstrarstyrkjum, samhliða fjölgun ferðamanna. Með bættum rekstrargrundvelli gafst svo svigrúm til að sinna betur viðhaldi og frekari endurbótum hússins og umhverfi þess. Stórt skref í þeim málum var auðvitað sala á hluta jarðhæðarinnar til Steinsteypis ehf., sem safnið hefur átt gott samstarf við síðan. Það er því óhætt að segja að miklar breytingar hafa orðið á þessum tíma en það má þó ekki gleymast að enn eru það hvalagrindurnar sem Ásbjörn hóf að sanka að sér og setja upp sem eru kjarninn í safninu.“

 

Lindi segir að áskoranir Hvalasafnsins hafi sannarlega verið margar síðustu 15 ár og af ýmsum toga. Nýjasta áskorunin, Covid-19 faraldurinn, sé auðvitað sú sem fyrst kemur upp í hugann. Faraldurinn hafi sett mikið strik í reikninginn í rekstri safnsins síðasta árið og auðvitað ekki útséð hvernig verður með árið 2021. Vonandi muni þó að rofa til í ferðaþjónustu í sumar og þá ætti reksturinn að verða fljótur að taka við sér, því safnið hafi yfir að ráða mjög öflugu starfsfólki og það standi á traustum grunni bæði rekstrar- og sýningarlega séð. Af öðrum áskorunum síðustu ára segir Lindi að nefna mætti rekstrargrundvöllinn fyrstu árin sem hann var viðloða stjórn safnsins og húsnæðislagfæringar ýmis konar sem sumar hafi tekið í. Síðast en ekki síst mætti nefna steypireyðargrindina og uppsetningu hennar í safninu. Það hafi tekið langan tíma og mikla vinnu að fá grindina norður til Húsavíkur og þegar það var í höfn hafi tekið við mikil áskorun við að koma henni fyrir og setja upp í safninu.

Stjórn og framkvæmdastjóri Hvalasafnsins í kjölfar síðasta stjórnarfundar 2020. Frá vinstri: Jan Klitgaard, Eva Björk Káradóttir, Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason, Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Daniel Annisius.

 

 

Hvalasafnið opið á nýjan leik

Eftir 6 vikna lokun vegna Covid 19 opnaði Hvalasafnið á ný í dag. Opnunartímar í maí eru frá 12-16. Lokað verður á sunnudögum. Nóg til af spritti og verður tveggja metra reglan að sjálfsögðu virt. Þá er hámarksfjöldi gesta inni á safninu bundinn við 50 manns í einu.

Að sögn Heiðars Hrafns Halldórssonar verkefnisstjóra á Hvalasafninu er starfsfólki nokkuð létt að geta opnað safnið á ný, enda þótt sjálfsagt verði gestir mjög fáir fyrstu vikurnar. Strax í dag hafi komið nokkrir gestir á safnið og því nokkuð líflegt um að litast miðað við síðustu vikur á undan. Hvalasafnið ætti að sögn Heiðars að vera skylduviðkomustaður innlendra ferðamanna í sumar enda afar vel heppnað safn sem meðal annars hýsir aðra af tveimur steypireyðargrindum sem til sýninga eru í Evrópu.

A recap from the Whale Museum’s history: 1998

 On June 17th 1998 the museum moved in a 200 m2 area in a old baiting shed by the harbor called „Verbúðir“. In the next years the museum gained more popularity as it dwelled in a good relationship with the neighbours who were mostly fish baiting workers.

The Whale Museum’s home from 1998-2002 was on the upper floor of „Verbúðir“, old baiting sheds which were still serving its original purpose on the lower floor.
Þorvaldur Björnsson from the Icelandic Institute of Natural History making the bones ready for the exhibitions.
The number of skeletons increased bit by bit over the years. The Killer Whale was added in 2001.
Ásbjörn Björgvinsson, the Whale Museum’s managing director from 1997-2008 on the grand opening of the museum’s new home in 1998.

Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1998

Þann 17. júní Árið 1998 flutti safnið í um 200 m2 rými á efri hæð “Verbúðanna” við höfnina undir nafninu “Hvalamiðstöðin á Húsavík”. Gestafjöldi óx jafnt og þétt og samhliða því þörfin fyrir stærra húsnæði sem hentaði starfsemi safnsins betur.

Verbúðirnar á Húsavík urðu heimili Hvalamiðstöðvarinnar árið 1998 og gegndu því hlutverki næstu árin
Þorvaldur Björnsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands vinnur hér að hreinsun hvalbeina til uppsetningar á sýningu
Svipmyndir af safninu
Ásbjörn Björgvinsson við vígslu Hvalamiðstöðvarinnar í Verbúðunum

Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1997

Forveri Hvalasafnsins á Húsavík var lítil sýning í sal félagsheimilisins á efri hæð Hótels Húsavíkur sem opnaði árið 1997. Á þessum tíma voru áætlaðar hvalaskoðunarferðir í boði þriðja árið í röð frá Húsavík og fékk hótelstjóri staðarhótelsins Páll Þór Jónsson þá hugmynd að opna sýningu á hótelinu tileinkaða hvölum. Ásbjörn Björgvinsson var fenginn til að leiða verkið og flutti hann norður ásamt fjölskyldu sinni í janúar 1997.

Þessi blaðagrein birtist í Morgunblaðinu þegar sýningin á Hótel Húsavík var orðin að veruleika.

Ásbjörn fór til Englands á Breska náttúrusögusafnið á fund Richard Sabin sýningarstjóra safnsins í þeim tilgangi að læra að verka af hvalbeinunum en þar er að finna stærsta beinagrindasafn heims. Richard Sabin hefur verið í tengslum við safnið og Húsavík allar götur síðan. Hann stjórnaði til að mynda aðgerðum við uppgröft hvalbeina á Keflavík á Ströndum árið 2001 en þeim fundi er gerð betur skil í einu af sýningarrýmum safnsins.

Richard Sabin og Ásbjörn Björgvinsson á góðri stundu við uppgröftinn í Keflavík á Ströndum.

Richard

A recap from the whale museum’s history: 1992-1995

The Húsavík Whale Museum opened an anniversary exhibition in May 2019 to celebrate its 20th anniversary.

In the next weeks, some parts of the museum’s story will be reveiled here on the museum blog. We begin our journey in 1992 because as in all good stories there is always a preface behind it.

The origin of the Húsavík whale museum can be traced to whale watching tours that were operated in Höfn from 1992-1994 on the initiative of Discover the World. In the first trip were a british guide Mark Carwardine and Ásbjörn Björgvinsson which would later establish the Húsavík whale museum. The tours took about 8 hours. In 1994 scheduled whale watching tours in Húsavík were operated for the first time by the company Sjóferðir Arnars. In the following year a few groups arrived to Húsavik for whale watching, f.e. from Discover the World. Whale sightings had decreased in Höfn at the time but Húsavík which was known as an old minke whaling area had also its advantages for a whole lot shorter distances than the tours in Höfn‘s area. In 1995 a whale watching course was held in Keflavík where foreign speakers gave an inside knowledge about whale watching as a phenomenon. One of the speakers was Erich Hoyt. By the summer of 1995 two whale watching companies, North Sailing and Sjóferðir Arnars were opertaring from Húsavík harbor on a daily basis.

Mark Carwardine with the Húsavík Whale Museum’s former project manager Huld Hafliðadóttir.
Erich Hoyt has been connected with the icelandic whale watching industry since its establishment. His latest visit to Iceland in 2019 included a talk at the Whale Museum’s Whale Congress.
A humpback whale takes a dive in the early years of icelandic whale watching.


Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1992-1995

Hvalasafnið á Húsavík opnaði á vordögum 2019 veglega afmælissýningu í tilefni 20 ára afmælis safnsins ári áður.
Á næstunni munu birtast kaflar úr sögu safnsins hér á hvalasafn.is. Við hefjum leik árið 1992 en líkt og í öllum góðum sögum fylgir smá forsaga.

Uppruna þess að Hvalasafnið á Húsavík varð til má rekja til tilraunaferða í hvalaskoðun sem fyrst voru farnar frá Höfn í Hornafirði sumrin 1992-1994. Í fyrstu ferðinni var breskur leiðsögumaður Mark Carwardine að nafni ásamt Ásbirni Björgvinssyni sem síðar átti eftir að stofna Hvalasafnið á Húsavík. Þetta voru langar siglingar eða um 8 klst. Árið 1994 hófust hvalaskoðunarferðir á Húsavík hjá Arnari Sigurðssyni sem rak fyrirtækið Sjóferðir Arnars. Ári síðar komu nokkrir hópar í hvalaskoðun á Húsavík, meðal annars frá Discover the World. Hval hafði þá fækkað í nágrenni Hafnar, auk þess sem siglingatími var mun styttri á Skjálfanda. Vitað var að svæðið væri gamalt hrefnuveiðisvæði og því ætti að vera hval að finna. Haldið var námskeið í Keflavík 1995 þar sem fjallað var um hvalaskoðun sem atvinnugrein. Fengnir voru erlendir fyrirlesarar meðal annars Erich Hoyt til að gefa innsýn í þessa atvinnugrein sem átti eftir að verða gríðarstór síðarmeir. Þetta sumar fóru voru tvö fyrirtæki starfrækt í hvalaskoðun á Húsavík, Norðursigling og Sjóferðir Arnars.

Mark Carwardine ásamt Huld Hafliðadóttur, fyrrverandi verkefnisstjóra Hvalasafnsins (Mynd: Northsailing.is, 2011)
Erich Hoyt hefur komið við sögu hvalaskoðunar á Íslandi frá upphafi. Nú síðast hélt hann erindi á árlegri hvalaráðstefnu Hvalasafnsins í maí 2019 (Mynd: Erichhoytbooks.com)
Hnúfubakur stingur sér á kaf. Myndin er tekin um miðjan tíunda áratuginn.

End of whale watching season 2019



Last Saturday was the final day of a 9 month long whale watching season in Húsasvík. Both Gentle Giants and North Sailing departed for their 30th and final tour of November but as a consequence of especially good weather in November, whale watching has been available every single day. According to recent update of Gentle Giants November 2019 was a month to remember. The bay was really active, with passengers gazing at as much as 30 humpback whales in the same tour as well as other species!

The Húsavík Whale Museum enjoyed a visit of over 31 thousand guests this season, a similar number of guests as in 2018. The museum was open every to from April 1st to October 31st. From November 1st and until March 31st the opening hours will be 10-16 on weekdays.

The museum’s employees are currently doing typical winter projects in maintenance, collection cataloguing, exhibition updates etc. etc.

Photo by: Christian Schmidt



Humpback whale – An introduction

Dear reader,

Whalecome at the introduction of the whales of Skjálfandi bay part 5. After the blue whale and the porpoise, the minke whale and the white-beaked dolphin lets introduce the humpback whale, the most commonly seen whale in Skjálfandi bay!

Latin name: Megaptera novaengliae   
Common name: Humpback whale         
Icelandic name: Hnúfubakur    
Average life span: 50 years       
Diet: krill and small schooling fish           
Size: 13 – 17 meters      
Weight: 25-45 tonnes

Humpback whales are one of the largest whales, with males reaching lengths of 14 meters and females reaching lengths of 17 meters, about the size of a school bus. The pectoral flippers are a third of their body length and can reach the length of 6 meters. Humpback whales are active swimmers and can be seen breaching, tail slapping and flipper slapping. It is theorized that the breaching and tail/flipper slapping is a way of communicating with each other, but may also be used to show dominance and health during the mating season. Humpback whales also use vocalization to communicate with each other, males are known to sing during the mating season. A song can last up to 30 minutes and can be heard from over 30km away.

The year of the humpback whale is split up in 2 sections feeding and breeding. During the summer humpback whales can be found in colder nutrient rich waters like Iceland, Norway and Canada, where they feed on krill. During the winter the humpback whales can be found in warmer waters round the equator like the Caribbean. Here the humpbacks mate and give birth. The gestation period of humpback whales is 11 months. When a calf is born its 4,5 meters in size and weighs 900kg. Calves can drink up to 600L milk per day. Mother and calf communicate with each other through by whispering, this is so that they cannot be overheard by predators such as orca´s (killer whale).         
Humpback whales are baleen whales and thus use filter feeding to feed. Humpback whales are known to use several techniques to feed, one of these techniques is bubble net feeding. With bubble net feeding a humpback whale blows air from the blow hole trapping the fish and krill to the surface and then feeds on the fish and krill. Humpback whales dive on average round 5 to 10 minutes, but up to 40 minutes has been recorded. When humpback whales are travelling the swim between 5-15 km/h, when feeding they slow to a 2-5,5 km/h, the max speed they can reach is 25km/h.

Humpback whales can be seen in Skjálfandi Bay for a great majority of the year, though their prime season is in the summer months.