Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1992-1995

Hvalasafnið á Húsavík opnaði á vordögum 2019 veglega afmælissýningu í tilefni 20 ára afmælis safnsins ári áður.
Á næstunni munu birtast kaflar úr sögu safnsins hér á hvalasafn.is. Við hefjum leik árið 1992 en líkt og í öllum góðum sögum fylgir smá forsaga.

Uppruna þess að Hvalasafnið á Húsavík varð til má rekja til tilraunaferða í hvalaskoðun sem fyrst voru farnar frá Höfn í Hornafirði sumrin 1992-1994. Í fyrstu ferðinni var breskur leiðsögumaður Mark Carwardine að nafni ásamt Ásbirni Björgvinssyni sem síðar átti eftir að stofna Hvalasafnið á Húsavík. Þetta voru langar siglingar eða um 8 klst. Árið 1994 hófust hvalaskoðunarferðir á Húsavík hjá Arnari Sigurðssyni sem rak fyrirtækið Sjóferðir Arnars. Ári síðar komu nokkrir hópar í hvalaskoðun á Húsavík, meðal annars frá Discover the World. Hval hafði þá fækkað í nágrenni Hafnar, auk þess sem siglingatími var mun styttri á Skjálfanda. Vitað var að svæðið væri gamalt hrefnuveiðisvæði og því ætti að vera hval að finna. Haldið var námskeið í Keflavík 1995 þar sem fjallað var um hvalaskoðun sem atvinnugrein. Fengnir voru erlendir fyrirlesarar meðal annars Erich Hoyt til að gefa innsýn í þessa atvinnugrein sem átti eftir að verða gríðarstór síðarmeir. Þetta sumar fóru voru tvö fyrirtæki starfrækt í hvalaskoðun á Húsavík, Norðursigling og Sjóferðir Arnars.

Mark Carwardine ásamt Huld Hafliðadóttur, fyrrverandi verkefnisstjóra Hvalasafnsins (Mynd: Northsailing.is, 2011)
Erich Hoyt hefur komið við sögu hvalaskoðunar á Íslandi frá upphafi. Nú síðast hélt hann erindi á árlegri hvalaráðstefnu Hvalasafnsins í maí 2019 (Mynd: Erichhoytbooks.com)
Hnúfubakur stingur sér á kaf. Myndin er tekin um miðjan tíunda áratuginn.

Hvalaskoðunartímabilinu lokið

Síðastliðinn laugardag fóru hvalaskoðunarfyrirtækin Gentle Giants og Norðursigling í sína síðustu hvalaskoðunarferð á árinu 2019. Þar með lauk 9 mánaða tímabili en fyrstu ferðirnar voru farnar 1. mars. Samkvæmt frétt Gentle Giants var nóvember einstakur, þar sem hægt var að sigla alla daga og flóinn fullur af lífi. Þegar best lét sáust 30 hnúfubakar í sömu ferðinni auk annarra tegunda svo sem hrefnur, og höfrungar.

Hvalasafnið á Húsavík sigldi inn í veturinn eftir vel heppnað sumar þar sem gestafjöldi endaði í yfir 31 þúsund manns. Opið var alla daga frá 1. apríl- 31. október. Frá byrjun nóvember og fram í lok mars verður hinsvegar opið á virkum dögum frá 10-16.

Starfsmenn safnsins eru nú í óðaönn að vinna hefðbundin vetrarverkefni sem lúta að viðhaldi, skráningum muna, uppfærslum á sýningum og ýmsum samstarfsverkefnum svo eitthvað sé nefnt.

Mynd: Christian Schmidt

Hvalir í Skjálfandaflóa: Hrefna

Þá er komið að umfjöllun no. 3 um algengustu hvalategundir í Skjálfandaflóa. Að þessu sinni kynnum við til leiks Hrefnu.

Latínskt heiti: Balaenoptera acutorostrata       
Enskt heiti: Minke whale           
Íslenskt heiti: Hrefna   
Meðallíftími: 50 ár        
Fæðuval: Ljósáta og smár fiskur              
Stærð: 6 – 10 metrar     
Þyngd: 10 tonn

Hrefnur eru meðal minnstu skíðshvala sem fyrirfinnast. Það eru til tvær gerðir af hrefnum, norðurhafshrefna og suðurhafshrefna. Þær fyrrnefndu finnast víða í kringum Ísland.  

Hrefnur líkt og aðrir skíðishvalir nota “síunaraðferð” til fæðuinntöku. Þær lifa að mestu leyti stakar frekar en í hópum. Hámarkssundhraði er um 40 km/klst og synda þær að jafnaði 5-25 km vegalengd á hverri klukkustund. Hrefnur verða fyrir árásum frá háhyrningum en þeir eltingaleikir geta staðið í allt að einni klukkustund. Hrefnur eru einnig þekktar fyrir illa lyktandi andardrátt sem hefur leitt af sér hið óeftirsóknarlega gælunefndi ”stinky minke”. Hrefnur kafa jafnan upp í 20 mínútur enda þótt meðalköfunartími sé aðeins 3-5 mínútur. Þær sýna yfirleitt ekki sporðinn þegar þær stinga sér til köfunar.

Hrefnur verða kynþroska Minke þegar þær ná 6 ára aldri. Líkt og flestar tegundir skíðishvala flytjast þær búferlum í enda sumarsins til hlýrri svæða í suðurhöfum. Þær nota hlýja sjóinn til þess að æxlast og eignast afkvæmi en meðgöngutími Hrefna er 10 mánuðir. Þunguð kvendýrin leggja því fyrr af stað til vetrardvalar í suðurhöfum en hinar hrefnurnar. Afkvæmin fæðast um 2,5 metra long og 450 kg að þyngd. Á fyrstu 6 mánuðum lífsins tvöfaldast þau að stærð.  

Hrefnur eru ein af þeim hvalategundum sem enn er gefið veiðileyfi á, til að mynda í Japan hvar yfirvöld hafa leyft veiðar á 52 hrefnum árið 2019. Suðurhafshrefnan er skráð í útrýmingarhættu samkvæmt rauða lista Alþjóða náttúruverndarsamtakanna.

Hrefnur í Skjálfandaflóa er hægt að sjá allt árið en fjöldi þeirra og líkur á að sjá þær fara engu að síður minnkandi. Er þar um að kenna hlýnun sjávar sem veldur því að bráðin leitar í kaldari sjó norðan við Ísland. Hrefnan hefur því undanfarin ár verið að færa sig norðar í takt við þetta.

Hátíðaropnun Hvalasafnsins sló í gegn!

Hvalasafnið á Húsavík bauð til hátíðaopnunar dagana 27. og 28 desember síðastliðinn en það voru einu virku dagarnir milli jóla- og nýárs. Frítt var inn á safnið og höfðu starfsmenn safnsins gert ýmislegt til að gera andrúmsloftið sem jólalegast. Þannig hljómaði jólatónlist úr fuglabjargi safnsins, steypireyðarsýningin var upplýst rauðum litum auk þess sem gestir gátu gætt sér á piparkökum, konfekti og fleira góðgæti.

Skemmst er frá því að segja að uppátækið sló rækilega í gegn og komu 200 gestir á safnið þessa tvo daga. Mikið var um heimafólk sem hafði ekki heimsótt safnið áður og var mjög ánægjulegt að heyra hversu hrifið það var af sýningunum. Gera má ráð fyrir því að hátíðaropnunin verði árviss en starfsfólki Hvalasafnins veit ekki til þess að slík opnun hafi verið í boði áður.

Family whale museum
Elísabet Ruth, Pálína Halldórs og Sigrún Lillý í góðu glensi í kaffihorninu!
Family whale museum
Sigrún Lillý og Víkingur Darri ásamt Arnóri föður sínum fylgdust með hnúfubökum á sundi
family whale museum
Sigursveinn Hreinsson múrarameistari lét sig ekki vanta á hátíðaropnunina!
Family whale museum
„Beðið eftir börnunum“
Family whale museum
Að vanda var mikið stuð í kaffihorninu
Family whale museum
Fanney Bryndís mætti gallvösk ásamt föður sínum Birki Viðarssyni