Hvalir í Skjálfandaflóa: Hnýðingur

Þá er komið að því að kynna til leiks hnýðinga, en þeir eru ansi algeng sjón í Skjálfandaflóa.

Latneskt heiti: Lagenorhynchus albirostris   
Enskt heiti: White-beaked dolphin  
Íslenskt heiti:  Hnýðingur
Meðallíftími: 30 – 40 ár         
Fæðuval: Fiskar, krabbadýr og kolkrabbar  
Stærð: u.þ.b. 3 metrar           
Þyngd: 180-350 kg

Hnýðingar eru landlægir í Norður Atlandshafi. Þá má eingöngu finna frá norðausturströnd Bandaríkjanna og norðvestan við Evrópu upp að Spitsbergen á Svalbarða. Hnýðingar eru mjög félagssinnaðir. Þeir lifa í hópum sem telja allt frá fimm til 50, en við sérstakar aðstæður geta hóparnir orðið allt frá 100 upp í 1000 hnýðingar. Stundum kynjaskiptast hóparnir.

Hnýðingar geta synt mjög hratt eða upp í 45 km/klst. Þegar þeir ferðast á sem mestum hraða stökkva þeir stundum meðfram því sem þeir synda.
Hnýðingar verða kynþroska um 7 ára gamlir. Fengitími er frá maí og fram í September. Meðgöngutími er 11 mánuðir og þegar kálfarnir fæðast eru þeir 1 meter að lengd og 40 kg að þyngd.  

Ungir hnýðingar elska að leika sér í kjölsogi báta og stærri hvala. Þeim finnst það svo gaman að stundum áreita þeir hvali í þeim tilgangi að þeir syndi hraðar þanig að kjölsog skapist.

Hver og einn hnýðingar hefur sértækt tónsvið sem aðrir hnýðingar geta sundurgreint gegnum flaut og smelli sem þeir gefa frá sér.

Hnýðinga má finna í Skjálfandaflóa allt árið. Yfir sumarið er stundum hægt að sjá móður og afkvæmi saman.

Hvalir í Skjálfandaflóa: Hrefna

Þá er komið að umfjöllun no. 3 um algengustu hvalategundir í Skjálfandaflóa. Að þessu sinni kynnum við til leiks Hrefnu.

Latínskt heiti: Balaenoptera acutorostrata       
Enskt heiti: Minke whale           
Íslenskt heiti: Hrefna   
Meðallíftími: 50 ár        
Fæðuval: Ljósáta og smár fiskur              
Stærð: 6 – 10 metrar     
Þyngd: 10 tonn

Hrefnur eru meðal minnstu skíðshvala sem fyrirfinnast. Það eru til tvær gerðir af hrefnum, norðurhafshrefna og suðurhafshrefna. Þær fyrrnefndu finnast víða í kringum Ísland.  

Hrefnur líkt og aðrir skíðishvalir nota “síunaraðferð” til fæðuinntöku. Þær lifa að mestu leyti stakar frekar en í hópum. Hámarkssundhraði er um 40 km/klst og synda þær að jafnaði 5-25 km vegalengd á hverri klukkustund. Hrefnur verða fyrir árásum frá háhyrningum en þeir eltingaleikir geta staðið í allt að einni klukkustund. Hrefnur eru einnig þekktar fyrir illa lyktandi andardrátt sem hefur leitt af sér hið óeftirsóknarlega gælunefndi ”stinky minke”. Hrefnur kafa jafnan upp í 20 mínútur enda þótt meðalköfunartími sé aðeins 3-5 mínútur. Þær sýna yfirleitt ekki sporðinn þegar þær stinga sér til köfunar.

Hrefnur verða kynþroska Minke þegar þær ná 6 ára aldri. Líkt og flestar tegundir skíðishvala flytjast þær búferlum í enda sumarsins til hlýrri svæða í suðurhöfum. Þær nota hlýja sjóinn til þess að æxlast og eignast afkvæmi en meðgöngutími Hrefna er 10 mánuðir. Þunguð kvendýrin leggja því fyrr af stað til vetrardvalar í suðurhöfum en hinar hrefnurnar. Afkvæmin fæðast um 2,5 metra long og 450 kg að þyngd. Á fyrstu 6 mánuðum lífsins tvöfaldast þau að stærð.  

Hrefnur eru ein af þeim hvalategundum sem enn er gefið veiðileyfi á, til að mynda í Japan hvar yfirvöld hafa leyft veiðar á 52 hrefnum árið 2019. Suðurhafshrefnan er skráð í útrýmingarhættu samkvæmt rauða lista Alþjóða náttúruverndarsamtakanna.

Hrefnur í Skjálfandaflóa er hægt að sjá allt árið en fjöldi þeirra og líkur á að sjá þær fara engu að síður minnkandi. Er þar um að kenna hlýnun sjávar sem veldur því að bráðin leitar í kaldari sjó norðan við Ísland. Hrefnan hefur því undanfarin ár verið að færa sig norðar í takt við þetta.