Þetta er hún ‘Steina’

Þessi beinagrind er ein af mörgum sem hanga neðan úr loftinu á efri hæð Hvalasafnsins.

Þessi beinagrind er af ungum hnúfubak, líklega um 6-8 mánaða gömlum, sem fannst strandaður rétt utan við höfnina í Grímsey árið 1999.

Í ágúst 1999 fékk Hvalasafnið (á þeim tíma Hvalamiðstöðin) símtal frá Magnúsi nokkrum Bjarnasyni í Grímsey sem spurðist fyrir um það hvort Hvalasafnið vildi hirða hræið af hvalnum. Eftir að hafa komist að því að um ungan kálf var að ræða var haft samband við Norðursiglingu (eitt af hvalakoðunarfyrirtækjunum á Húsavík) og lánaði fyrirtækið bátinn Knörrinn til þess að sækja hræið. lagt var að bryggju í Grímsey um miðnætti og komið til Húsavík aftur morguninn eftir.

Lítill steinn lá á maga hvalsins þegar lagt var af stað frá Grímsey og þegar ‚heim‘ var komið, tóku menn eftir að steinninn var ennþá á sínum stað, þrátt fyrir velting. Fékk kálfurinn því nafnið Steina, enda var um kvendýr að ræða.

Steina var um 7 tonn að þyngd og um 6 metrar að lengd og má leiða líkur að því að hún hafi fæðst í Karabíska hafinu snemma árið 1999 og fylgt móður sinni norður á bóginn í fæðuleit.

Þessar og meiri upplýsingar um Steinu má finna á Hvalasafninu – við hlökkum til að sjá þig!

Til að lesa meira um hnúfubakinn, smelltu hér!

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.