Tímabilið hafið hjá Húsavík Adventures

Vorið nálgast æ meir enda þótt enn sé snjór á Húsavík. Í fær fengust fréttir af því að fyrstu lundarnir væru mættir í Grímsey og ætti því ekki að vera langt þar til að Lundey taki á móti sínum árlegu sumargestum í þeim tilgangi að ala upp ungviði sín.

Í dag hóf Húsavík Adventures sitt hvalaskoðunartímabil og hafa þá þrjú fyrirtæki hafið starfsemi sína fyrir árið 2019. Þetta er fimmta vertíðin hjá RIB-hvalaskoðunarfyrirtækinu sem var stofnað um mitt sumar 2015. Að þessu tilefni veitti Eva Björk Káradóttir forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík Ármanni Erni Gunnlaugssyni framkvæmdastjóra Húsavík Adventures blómvönd og teikningu eftir spænsku listakonuna Renu Ortega.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

Lokað er fyrir athugasemdir.