Tugir hnúfubaka í Skjálfandaflóa

Húsavík hefur heldur betur staðið undir nafni sem höfuðstaður Hvalaskoðunar á Íslandi í þessari viku. Veður hefur verið hið skaplegasta og flóinn er hreinlega fullur af hnúfubak en þessir klunnalegu en vinalegu hvalir hafa verið að tínast norður á bóginn frá æxlunarstöðvum sínum við miðbaug.

Farþegar allra hvalaskoðunarfyrirtækjanna á svæðinu hafa lýst upplifuninni sem algjöru ævintýri. Einn farþeginn hafði á orði að stundum kæmu hnúfubakarnir svo nálægt bátnum að það væri ómögulegt að taka af þeim mynd, eða myndband af bægslagangi þeirra.

Christian Schmidt, leiðsögumaður hjá Norðursiglingu sagðist hafa séð á bilinu 20 til 30 einstaklinga í einni ferð, þeir hafi virst vera mjög svangir og hafi unnið saman við að ná sem mestri fæðu. Annar bæjarbúi hafði á orði að vel væri hægt að fylgjast með þeim blása frá Gónhól, helsta útsýnisstað bæjarins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.