Tugir hnúfubaka í Skjálfandaflóa

Húsavík hefur heldur betur staðið undir nafni sem höfuðstaður Hvalaskoðunar á Íslandi í þessari viku. Veður hefur verið hið skaplegasta og flóinn er hreinlega fullur af hnúfubak en þessir klunnalegu en vinalegu hvalir hafa verið að tínast norður á bóginn frá æxlunarstöðvum sínum við miðbaug.

Farþegar allra hvalaskoðunarfyrirtækjanna á svæðinu hafa lýst upplifuninni sem algjöru ævintýri. Einn farþeginn hafði á orði að stundum kæmu hnúfubakarnir svo nálægt bátnum að það væri ómögulegt að taka af þeim mynd, eða myndband af bægslagangi þeirra.

Christian Schmidt, leiðsögumaður hjá Norðursiglingu sagðist hafa séð á bilinu 20 til 30 einstaklinga í einni ferð, þeir hafi virst vera mjög svangir og hafi unnið saman við að ná sem mestri fæðu. Annar bæjarbúi hafði á orði að vel væri hægt að fylgjast með þeim blása frá Gónhól, helsta útsýnisstað bæjarins.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.