Út eru komin tvö rit eftir Marinu Rees. Annars vegar C-E-T-A-C-E-A, bæklingur sem fylgir eftir vinnu Marinu við samnefnda sýningu í Hvalasafninu. Formáli er eftir Jan Aksel Harder Klitgaard og viðtal við Richard Sabin. Hitt ritið, Bones of a Long-Finned Pilot Whale / Bein grindhvals, útlistar hverju og einu beini grindhvals og byggir á verkun Marinu á grindhval sem strandaði í fjöru við Húsavíkurslipp í byrjun árs 2016.
Bæði ritin fást í minjagripaverslun Hvalasafnsins.

Ritin eru til sölu í minjagripaverslun Hvalasafnsins

Úr C-E-T-A-C-E-A

C-E-T-A-C-E-A byggir á samnefndri sýningu Marinu Rees í Hvalasafninu á Húsavík

Úr ritinu Bones of a Long-Finned Pilot Whale