Vel heppnuð afmælishelgi

Um síðastliðna helgi hélt Hvalasafnið á Húsavík upp á 20 ára afmæli safnsins. Upphaflega stóð til að halda upp af afmælið í fyrra en sökum mikilla breytinga á starfsmannateymi safnsins var ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár.

                Dagskráin hófst á fimmtudagskvöldið með Hvalaráðstefnunni sem nú var haldin í fimmta sinn. Fjöldi fyrirlesara héldu erindi, þar af fjórir sem komu til landsins frá Englandi í þessum tilgangi. Þeirra á meðal voru góðkunningjar safnsins, þeir Richard Sabin sýningastjóri hjá Náttúrugripasafninu í London og hinn bandaríski hvala- og höfrungasérfræðingur Erich Hoyt. Báðir hafa verið í samskiptum við safnið frá upphafi þess og komið oft til Húsavíkur. Hvalaráðstefnan var vel sótt og voru áhorfendur um 70 talsins.

                Á föstudaginn kl. 18 var sögusýning Hvalasafnsins opnuð með pompi og prakt. Sýningin spannar sögu safnsins allt frá því að forsendur þess sköpuðust vegna vinsælda hvalaskoðunar sem þá var nýleg atvinnugrein á Íslandi og allt fram til dagsins í dag.

                Á laugardaginn milli 14-16 var svo sérstök hátíðaropnun hvar boðið var upp á afmælistertur frá Heimabakarí og fleira kruðerí. Frítt var inn á safnið og var mætingin frábær eða rétt um 200 manns. Afar ánægjulegt var að sjá heimamenn sýna safninu slíkan áhuga og nýta tækifærið til þess að skoða aðrar sýningar þess í leiðinni.

Hvalasafnið vill þakka öllum þeim sem komu á viðburði afmælishátíðarinnar, fyrirlesurunum á Hvalaráðstefnunni og þeim sem aðstoðuðu með einum eða öðrum hætti við að láta hátíðina verða að veruleika.

Fyrrverandi starfsmenn Hvalasafnsins Huld Hafliðadóttir og Elke Wald skoða sögusýninguna
Hörður Jónasson frá Árholti lét sig ekki vanta á opnun afmælissýningarinnar
Kátir gestir
Eva framkvæmdastjóri sker fyrstu kökusneiðina
Snædís, Guðný og Kristín voru hressar á afmælisopnuninni
Marianne Rasmussen og Adam Smith frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands fluttu erindi á Hvalaráðstefnunni og mættu einnig í afmælisfögnuðinn
anniversary
Margt var um manninn í safninu
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.