Vel heppnuð námsferð til New York City

Starfsfólk Hvalasafnsins fór um síðastliðna helgi ásamt mökum sínum í vel heppnaða námsferð til New York. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Ameríska Náttúrugripasafnið (American Museum of Natural History) með því markmiði að kanna raunhæfar leiðir til gagnvirkra- og stafrænna lausna fyrir Hvalasafnið. Fundað var með tveimur starfsmönnum Náttúrugripasafnsins, þeim Jennifer Chow framkvæmdastjóra markaðsmála og Raphael Pelegrino yfirmanni stafrænna tæknilausna. Auk þess var safnið skoðað hátt og lágt. Það sem eftir lifði helgar var eytt í allskyns afþreyingu í borginni enda að nægu að taka. Veðrið var Íslendingunum afar hagstætt, heiðskírt og sól enda þótt hitastigið hafi verið í takt við árstíma.

Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík vill þakka kollegum sínum á Ameríska náttúrugripasafninu fyrir góðar móttökur og hlakkar til mögulegs samstarfs í framtíðinni.

Starfsfólk Hvalasafnsins heilsar upp á Jennifer Chow, framkvæmdastjóra markaðsmála á ANHM
Hópurinn sem ferðaðist saman til New York
Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.