Vel lukkaðar skólaheimsóknir

Síðastliðinni viku eyddi Huld verkefnastjóri á ferðalagi ásamt Sigursteini Mássyni hjá alþjóðadýravelferðarsjóðnum IFAW.

Tilefnið var að heimasækja unglingadeildir nokkurra skóla á Norðausturlandi og kynna þar starfsemi annars vegar Hvalasafnsins á Húsavík og hins vegar starf IFAW á Íslandi sem og á alþjóðavísu.

Það má með sanni segja að unga fólkið viti hvað það syngur. Þeim var umhugað um dýrin og rifjuðu nemendur á Þórshöfn m.a. upp atvik þar sem háhyrningar syntu upp í fjöru og tóku sveitungar, ásamt björgunarsveit staðarins, þátt í björgunaraðgerðum. Spurningar á borð við hvers vegna hvalir strandi og hvernig hvalir fæðast, hvort þeim líði illa í sædýragörðum og hvort þeir séu forvitnir um hvalaskoðunarbáta voru bornar upp. Áhuginn var sannarlega til staðar og sýndu nemendur starfseminni áhuga. Skólar frá Þórshöfn og Bakkafirði, að Dalvík, með viðkomu á Húsavík, Akureyri og í Reykjahlíð voru heimsóttir, allt í allt 9 skólar og yfir 400 nemendur.

Þá hvatti Huld nemendur, kennara og skólastjórnendur til þess að heimsækja safnið, en það er skólahópum í skipulögðum heimsóknum að kostnaðarlausu.

Hér segir Sigursteinn Másson frá verkefni IFAW í Malví í Afríku, þar sem sjóðurinn reisti fiskeldi í samstarfi við heimamenn til að sporna gegn veiði innan Liwande þjóðgarðsins.

Nemendur Grunnskólans á Dalvík voru áhugasamir.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir, Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

Lokað er fyrir athugasemdir.