Vel lukkaðar skólaheimsóknir

Síðastliðinni viku eyddi Huld verkefnastjóri á ferðalagi ásamt Sigursteini Mássyni hjá alþjóðadýravelferðarsjóðnum IFAW.

Tilefnið var að heimasækja unglingadeildir nokkurra skóla á Norðausturlandi og kynna þar starfsemi annars vegar Hvalasafnsins á Húsavík og hins vegar starf IFAW á Íslandi sem og á alþjóðavísu.

Það má með sanni segja að unga fólkið viti hvað það syngur. Þeim var umhugað um dýrin og rifjuðu nemendur á Þórshöfn m.a. upp atvik þar sem háhyrningar syntu upp í fjöru og tóku sveitungar, ásamt björgunarsveit staðarins, þátt í björgunaraðgerðum. Spurningar á borð við hvers vegna hvalir strandi og hvernig hvalir fæðast, hvort þeim líði illa í sædýragörðum og hvort þeir séu forvitnir um hvalaskoðunarbáta voru bornar upp. Áhuginn var sannarlega til staðar og sýndu nemendur starfseminni áhuga. Skólar frá Þórshöfn og Bakkafirði, að Dalvík, með viðkomu á Húsavík, Akureyri og í Reykjahlíð voru heimsóttir, allt í allt 9 skólar og yfir 400 nemendur.

Þá hvatti Huld nemendur, kennara og skólastjórnendur til þess að heimsækja safnið, en það er skólahópum í skipulögðum heimsóknum að kostnaðarlausu.

Hér segir Sigursteinn Másson frá verkefni IFAW í Malví í Afríku, þar sem sjóðurinn reisti fiskeldi í samstarfi við heimamenn til að sporna gegn veiði innan Liwande þjóðgarðsins.

Nemendur Grunnskólans á Dalvík voru áhugasamir.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.