About huld

This author has not yet filled in any details.
So far huld has created 54 blog entries.

28/06/2017

Margar steypireyðar í Skjálfandaflóa

28.06.2017|

Undanfarna daga hafa háir og tignarlegir blástrar blasað við hvalaskoðunarbátum á Skjálfanda og einkenna slíkir strókar gjarnan blástur steypireyða. Dýrin eru heldur seinna á ferð í ár en síðustu ár, en þær hafa þó sótt Skjálfanda heim í júnímánuði síðastliðin ár. Allt að sex steypireyðar hafa sést í ferðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna en slíkur fjöldi er sjaldséður [...]

Árleg Hvalaráðstefna haldin í kvöld

26.06.2017|

Árleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík verður haldin í kvöld í sal safnsins kl. 20. Er þetta fjórða árið í röð sem ráðstefnan  er haldin. Meginmarkmið ráðstefnunnar er bjóða upp á vettvang til að ræða málefni hvala og lífríkis hafsins og deila nýlegum rannsóknum. Meðal gesta og fyrirlesara í kvöld eru Kristján Þór [...]

30/05/2017

Framkvæmdirnar í Hvalasafninu

30.05.2017|

Þeir sem eiga leið um hafnarsvæðið á Húsavík sjá og heyra líklega að umfangsmiklar framkvæmdir eiga sér stað á jarðhæð Hvalasafnsins. Nýlega keypti fyrirtækið Steinsteypir ehf hluta af jarðhæð Hvalasafnsins og áformar þar uppbyggingu á ferðaþjónustutengdri starfsemi. Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust á jarðhæðinni kom í ljós að burðarveggir í húsinu þar sem áður voru [...]

10/04/2017

Opnunartími um páskana

10.04.2017|

Hvalasafnið verður opið alla daga yfir páskahátíðina. Opið er frá 10 til 16 og verður sami opnunartími út apríl. Í maí tekur við lengri opnunartími þar sem safnið verður opið alla daga frá kl. 9 til 18.  

27/02/2017

Safnafræðinemar í vettvangsheimsókn

27.02.2017|

Hvalasafnið tók á móti hópi mastersnemenda, ásamt kennurum, í safnafræði við Háskóla Íslands síðastliðinn fimmtudag.  Tilgangur heimsóknarinnar var samstarfsverkefni Hvalasafnsins og safnafræðinnar sem kennt var undir áfanganum 'Söfn og samfélag'. Nemendum var við komuna skipt í fjóra hópa þar sem þau unnu með ákveðin viðfangsefni innan safnsins í þá þrjá daga sem heimsóknin varði. Fjallaði [...]

Lærdómsrík heimsókn til Massachusetts

06.02.2017|

Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík fór í síðustu viku utan til Massachusetts í Bandaríkjunum, í námsferð sem styrkt var af Safnasjóði. Hvalasafnið var eitt 21 viðurkenndra safna sem hlaut símenntunarstyrk fyrir starfsárið 2017. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Hvalveiðisafnið í New Bedford, en söfnin tvö hafa átt í farsælu samstarfi yfir um tveggja ára skeið. Vel [...]

12/01/2017

Laust rými í Hvalasafninu

12.01.2017|

Hvalasafnið lokað fimmtudag og föstudag vegna framkvæmda

04.01.2017|

Hvalasafnið verður lokað fimmtudaginn 5. janúar og föstudaginn 6. janúar vegna framkvæmda á safninu. Safnið opnar aftur mánudaginn 9. janúar og er opnnunartími sem fyrr; 10 - 16 alla virka daga fram í apríl en þá lengist opnunartíminn.    

Hvalasafnið á Húsavík hlýtur símenntunarstyrk safnaráðs

04.01.2017|

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr safnasjóði til viðurkenndra safna árið 2016 í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011. Alls fékk að þessu sinni 21 viðurkennt safn símenntunarstyrk og var Hvalasafnið á Húsavík þeirra á meðal, en heildarúthlutun styrkja var alls 4.6 milljónir króna. Styrkur Hvalasafnsins verður nýttur [...]

29/12/2016

2016 – viðburðaríkt ár á Hvalasafninu

29.12.2016|

Árið 2016 er búið að vera viðburðaríkt á Hvalasafninu. Safnið var lokað í janúar og febrúar vegna uppsetningar Steypireyðarsýningarinnar, en opnaði aftur um miðjan mars. Þessi nýja Steypireyðarsýning er stærsta einstaka verkefni sem unnið hefur verið á safninu á síðustu árum. Flutningur beinanna, uppsetning, hönnun og tilheyrandi vinna við sýninguna reyndist kostnaðarsöm, en þrátt fyrir [...]