About huld

This author has not yet filled in any details.
So far huld has created 68 blog entries.

18/04/2018

Hvalasafnið 20 ára í sumar

2018-07-16T09:57:52+00:0018.04.2018|

Eins og greint var frá á dögunum hefur hvalaskoðunarvertíðin farið vel af stað á Húsavík. Ferðir hófust hjá Norðursiglingu og Gentle Giants í mars og hefur aðsókn verið með ágætum. Sömu sögu er að segja af Hvalasafninu sem er nú opið daglega og hefur gestum verið að fjölga jafnt og þétt. Hvalasafninu hefur nú borist [...]

17/01/2018

Sextán daga í byggingu og stóð í 63 ár

2018-07-16T09:57:53+00:0017.01.2018|

Ásýnd hússins hefur nú breyst töluvert Á dögunum var timbur frystiklefi sem byggður var við hús Hvalasafnsins að norðanverðu rifinn. Eins og þekkt er hýsti hús Hvalasafnsins lengst af slátur- og frystihús Kaupfélags Þingeyinga og var húsið fullbyggt árið 1931 og þótti á þeim tíma hin myndarlegasta bygging og afkastamikið sláturhús. Þessi viðbygging [...]

18/10/2017

Forsetinn heimsækir Hvalasafnið

2018-07-16T09:57:53+00:0018.10.2017|

Í dag var opnuð formlega ný sýning um sögu hvalveiða og sögu hvalaskoðunar við Ísland. Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem vígði sýninguna, en hann er hér staddur í opinberri heimsókn í Norðurþingi. Hönnuður sýningarinnar er Þórarinn Blöndal, en hann vann einnig að uppsetningu steypireyðarsýningarinnar. Auk starfsfólks safnsins lögðu fjölmargir hönd á plóg [...]

Alþjóðlegur vinnufundur haldinn í Hvalasafninu

2018-07-16T09:57:53+00:0010.10.2017|

Á dögunum var haldinn þriggja daga vinnufundur í Hvalasafninu um samstarf stjórnenda hafverndarsvæða (Marine Protected Areas) í Atlantshafi. Samstarfið ber heitið Transatlantic MPA Network og er um að ræða tilraunaverkefni á vegum Evrópusambandsins. Fundinn sátu aðilar frá löndum og svæðum beggja vegna Norður- og Suður- Atlantshafsins, og voru þátttakendur m.a. frá Bermuda, Grænhöfðaeyjum, Azoreyjum, Brasilíu, [...]

12/09/2017

Starfsemi Hvalasafnsins blómleg í sumar

2018-07-16T09:57:54+00:0012.09.2017|

Starfsemi Hvalasafnsins hefur gengið vel í vor og sumar. Vinnu við nýja hvalveiði- og hvalaskoðunarsýningu lauk að mestu í vor og hefur hún vakið athygli gesta í sumar. Sýningin verður formlega opnuð síðar í haust. Steypireyðarsýningin heldur auk þess áfram að vekja athygli gesta og hefur safnið almennt fengið jákvæðar umsagnir frá gestum.   Góð [...]

Góðir gestir frá Ásbúðum á Skaga

2018-07-16T09:57:54+00:0004.09.2017|

Árlegt Safnakvöld í Þingeyjarsýslum var haldið í lok ágúst og buðu söfn og sýningar í Þingeyjarsýslum upp á fjölbreytta dagskrá í tilefni þess. Dagskráin náði yfir lengri tíma en venja hefur verið síðustu ár eða frá fimmtudagskvöldi til sunnudags. Var það gert til að gefa gestum kost á að sækja fleiri viðburði. Safnakvöldið er hluti [...]

25/08/2017

Safnahelgi í Þingeyjarsýslum – Bíósýningar í Hvalasafninu

2018-07-16T09:57:55+00:0025.08.2017|

Safnaþing, samstarfsvettvangur safna og annarra stofnana sem starfa að söfnum, sýningum, setrum og annarri miðlun náttúru, menningar og sögu í Þingeyjarsýslu halda sitt árlega safnakvöld nú um helgina. Í ár nær dagskráin frá fimmtudegi til sunnudags og er það gert til að gefa fólki kost á að sækja fleiri en einn viðburð, safn eða sýningu [...]

28/06/2017

Margar steypireyðar í Skjálfandaflóa

2018-07-16T09:57:56+00:0028.06.2017|

Undanfarna daga hafa háir og tignarlegir blástrar blasað við hvalaskoðunarbátum á Skjálfanda og einkenna slíkir strókar gjarnan blástur steypireyða. Dýrin eru heldur seinna á ferð í ár en síðustu ár, en þær hafa þó sótt Skjálfanda heim í júnímánuði síðastliðin ár. Allt að sex steypireyðar hafa sést í ferðum hvalaskoðunarfyrirtækjanna en slíkur fjöldi er sjaldséður [...]

Árleg Hvalaráðstefna haldin í kvöld

2018-07-16T09:57:57+00:0026.06.2017|

Árleg Hvalaráðstefna Hvalasafnsins og Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík verður haldin í kvöld í sal safnsins kl. 20. Er þetta fjórða árið í röð sem ráðstefnan  er haldin. Meginmarkmið ráðstefnunnar er bjóða upp á vettvang til að ræða málefni hvala og lífríkis hafsins og deila nýlegum rannsóknum. Meðal gesta og fyrirlesara í kvöld eru Kristján Þór [...]

30/05/2017

Framkvæmdirnar í Hvalasafninu

2018-07-16T09:57:59+00:0030.05.2017|

Þeir sem eiga leið um hafnarsvæðið á Húsavík sjá og heyra líklega að umfangsmiklar framkvæmdir eiga sér stað á jarðhæð Hvalasafnsins. Nýlega keypti fyrirtækið Steinsteypir ehf hluta af jarðhæð Hvalasafnsins og áformar þar uppbyggingu á ferðaþjónustutengdri starfsemi. Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust á jarðhæðinni kom í ljós að burðarveggir í húsinu þar sem áður voru [...]