Hvalasafnið á Húsavík er eitt af fáum söfnum í heiminum sem er einungis tileinkað hvaldýrum. Í safninu eru ríflega 8 sýningarsalir með fjölbreyttum sýningum sem spanna náttúrufræði, list og vísindi.

Hvalagangurinn

Á Hvalasafninu má finna 11 beinagrindur af hvölum sem allir hafa dáið náttúrulegum dauðdaga, fyrir utan náhvalsgrind, en hún var gjöf frá Grænlenskum veiðimönnum.


 

Steypireyður

Beinagrindin á sýningunni er af 25 metra löngum steypireyð sem rak á land á Skaga síðsumars árið 2010. Grindin liggur á bakinu líkt og tíðkast þegar hvalhræ reka á land á náttúrulegan hátt.

Myndaröð inni í sýningarrýminu sýnir ferlið við að draga hræið á land, hreinsun beinanna í hvalstöðinni í Hvalfirði og uppsetningu grindarinnar í Hvalasafninu á Húsavík.

Ljósmyndir af steypireiðum í Skjálfandaflóa eru teknar af Christian Schmidt.

Á stóru korti má sjá hversu oft steypireyðar hafa sést í Skjálfandaflóa frá 2017.


 

Hvalnýtingarsýning

Í maí 2017 opnaði ný og uppfærð hvalnýtingarsýning sem segir sögu hvalveiða við Ísland sem og sögu hvalaskoðunar.


 

Hafið & Hvalirnir

Listasýning eftir Renata Ortega

Sumarið 2018 opnaði listasýning Renata Ortega í safninu og ber hún heitið Ocean & the whales

Nánari upplýsingar um Renata má nálgast hér.

Þema listasýninga á vegum Hvalasafnsins eru tenging við hvali og hafið. Nánari upplýsingar og umsóknir berist til heidar@hvalasafn.is.

Sýningin mun standa fram á sumar 2021.


 

Líffræðsýningin

Líffræðisýning safnsins gefur greinargóðar upplýsingar um þróun hvala, þroska, mökun og ætisleit.Heimildarmyndir

Whale Wisdom

Myndin er í sýningu í kvikmyndasal safnsins á 2. hæð.

Myndin fjallar um hvalamenningu, samvinnu þeirra og samskipti. David Attenborough talar inn á myndina.

Sýningartími: 50 mínútur.

A Voice Above Nature

Stuttmynd um þau áhrif sem menn hafa á lífríki hafsins með hljóðmengun og hávaða neðansjávar.

Fiskar og sjávarspendýr nota hljóð til þess að eiga samskipti, rata og til að veiða. Heilu vistkerfin neðansjávar treysta á hljóðvarp til að lifa og dafna. 90% af vöruskiptum manna eru flutt milli svæða yfir hafið og á sama tíma missir vistkerfi hafsins rödd sína.

Myndin er tekin upp í Skjálfandaflóa sumarið 2018.

Sýningartími: 12 mínútur.

https://www.youtube.com/watch?v=hZ505SSIkHo&fbclid=IwAR3877Y8Sqir0T00sWYJm37uWippJO4-Z1JBEQKB84HKQKNlyy7PuuqPt9k

Horfðu á A Voice Above Nature hér.

Við mælum með að horfa á myndina með góðum heyrnatólum.