Sumarið 2015 hlutu Hvalasafnið á Húsavík og Hvalveiðisafnið í New Bedford sameiginlegan styrk frá Bandarísku safnasamtökunum American Alliance of Museums (AAM). Styrkurinn var veittur í gegnum verkefnið Safnatengsl eða Museums Connect og miðaði að því að tengja saman ólíka menningarheima gegnum safnasamstarf.
Þema ársins 2015 voru alþjóðleg ungmennaskipti með áherslu á umhverfis- og félagslegar breytingar.
Tíu ungmenni frá Húsavík og 18 ungmenni frá New Bedford í Bandaríkjunum unnu saman að því að kynnast samfélögum sínum betur. Þau hönnuðu lógó, héldu lestrarmaraþon um hvali, fengu fyrirlestra um hvali og lífríki þeirra sem og kennslu í viðtalstækni. Þá kynntu þau niðurstöður sínar fyrir hverju öðru með skype fundum og sameiginlegri heimasíðu. Að endingu heimsóttu ungmennin hvort annað.

Huld Hafliðadóttir þáverandi verkefnastjóri Hvalasafnsins ásamt Robert Barber þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Lestrarmaraþon húsvískra ungmenna í Hvalasafninu árið 2015

Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík í Bandaríska sendiráðinu