Opnun nýrrar fræðslusýningar um höfrunga og háhyrninga

Í dag var opnuð ný fræðslusýning um höfrunga og háhyrninga í Hvalasafninu.

Um sýningarstjórn sá listakonan Sonia Levy, en fræðsluefni nýju sýningarinnar er fengið frá Dr. Marianne Rasmussen hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Húsavík, Sabrinu Brando sérfræðingi um dýravelferð og dýrafræðingnum Mark Carwardine. Á sýningunni gefur einnig að líta náttúrulífsmyndir eftir teiknarann Uko Gorter, sem sérhæfir sig í teikningum á sjávarspendýrum.

img_7330

Valdimar Halldórsson forstöðumaður Hvalasafnsins setur sýninguna formlega

Um uppsetningu rýmisins sáu Sonia Levy og hönnuðirnir Filip Tydén og Elena Schneider.

 

Frá vinstri: Elena Schneider, Sonia Levy og Philip Tydén

Upplýsingarnar í sýningunni eru fengnar eftir nýjustu rannsóknum og uppgötvunum og var rýmið hannað með þeim hætti að hægt er að breyta og bæta við nýjum upplýsingum eftir því sem við á.

Sérstök áhersla var lögð á nánasta umhverfi, t.a.m. eru flestar þær ljósmyndir sem notaðar eru í sýningunni teknar á Skjálfanda eða við Ísland og teknar af rannsakendum og hvalaleiðsögumönnum.