Hvalasafnið lokað fimmtudag og föstudag vegna framkvæmda

Hvalasafnið verður lokað fimmtudaginn 5. janúar og föstudaginn 6. janúar vegna framkvæmda á safninu.

Safnið opnar aftur mánudaginn 9. janúar og er opnnunartími sem fyrr;
10 – 16 alla virka daga fram í apríl en þá lengist opnunartíminn.

 

 

Museum closed January 5th and January 6th due to construction

The Museum is closed Thursday January 5th and Friday January 6th, due to constructions.

The Museum opens again on Monday, January 9th, with regular opening hours from 10 to 16 during workdays.

Museum accepts grant for Continuing Education

The Húsavík Whale Museum is one of 21 Icelandic accredited museums to receive a grant for continuing education.

 

 

The grant is given by the Icelandic minister of culture- and education, through the Museum Council of Iceland, Safnaráð.

The grant will be used by museum staff to visit their counterparts at the New Bedford Whaling Museum at the end of January.

 

new-bedford-whaling-museum-sprem-whale

Hvalasafnið á Húsavík hlýtur símenntunarstyrk safnaráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr safnasjóði til viðurkenndra safna árið 2016 í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011.

Alls fékk að þessu sinni 21 viðurkennt safn símenntunarstyrk og var Hvalasafnið á Húsavík þeirra á meðal, en heildarúthlutun styrkja var alls 4.6 milljónir króna.

Styrkur Hvalasafnsins verður nýttur til kynnisheimsóknar til New Bedford, Massachusetts í Bandaríkjunum, þar sem Hvalveiðisafnið verður sótt heim. Starfsfólk safnsins fer utan nú í lok janúar, með það að markmiði að styrkja núverandi tengsl safnanna tveggja, en þó einnig til að fræðast um starfsemi safnsins með sérstaka áherslu á fræðslu til skólahópa, tengsl við nærsamfélagið, miðlun upplýsinga (sýningar og munir) og varðveislu muna eins og beina og beinagrinda.

new-bedford-whaling-museum-sprem-whale

Hvalveiðisafnið í New Bedford er yfirgripsmikið og býr yfir mismunandi deildum. Fræðslustarf í safninu er öflugt, auk þess sem gagnaöflun er virk og stuðningur við rannsóknir mikill. Safnið er samfélagsmiðað og heldur árlega tugi viðburða sem ætlaðir eru nærsamfélaginu.

Hér má sjá lista yfir úthlutun símenntunarstyrkja fyrir árið 2017.