Eva Björk Káradóttir ráðinn framkvæmdastjóri Hvalasafnsins

Stjórn Hvalasafnsins á Húsavík hefur ráðið Evu Björk Káradóttur í starf framkvæmdastjóra safnsins frá og með 1. september nk. Hún tekur við starfinu af Valdimari Halldórssyni, sem lætur af störfum í lok vikunar. Alls bárust sjö umsóknir um stöðuna. Eva er með M.A. gráðu í menningarstjórnun og hefur á undanförnum árum starfað við verslunar- og viðburðastjórnun, ásamt ferðaþjónustu. Eva, sem er uppalin á Neskaupsstað, er nýlega flutt til Húsavíkur ásamt eiginmanni sínum.

Um leið og stjórn býður Evu velkomna til starfa hjá Hvalasafninu þakkar hún öðrum umsækjendum um stöðu framkvæmdastjóra fyrir sýndan áhuga. Þá þakkar stjórn fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf í þágu safnsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.