Hátíðaropnun Hvalasafnsins sló í gegn!

Hvalasafnið á Húsavík bauð til hátíðaopnunar dagana 27. og 28 desember síðastliðinn en það voru einu virku dagarnir milli jóla- og nýárs. Frítt var inn á safnið og höfðu starfsmenn safnsins gert ýmislegt til að gera andrúmsloftið sem jólalegast. Þannig hljómaði jólatónlist úr fuglabjargi safnsins, steypireyðarsýningin var upplýst rauðum litum auk þess sem gestir gátu gætt sér á piparkökum, konfekti og fleira góðgæti.

Skemmst er frá því að segja að uppátækið sló rækilega í gegn og komu 200 gestir á safnið þessa tvo daga. Mikið var um heimafólk sem hafði ekki heimsótt safnið áður og var mjög ánægjulegt að heyra hversu hrifið það var af sýningunum. Gera má ráð fyrir því að hátíðaropnunin verði árviss en starfsfólki Hvalasafnins veit ekki til þess að slík opnun hafi verið í boði áður.

Family whale museum
Elísabet Ruth, Pálína Halldórs og Sigrún Lillý í góðu glensi í kaffihorninu!
Family whale museum
Sigrún Lillý og Víkingur Darri ásamt Arnóri föður sínum fylgdust með hnúfubökum á sundi
family whale museum
Sigursveinn Hreinsson múrarameistari lét sig ekki vanta á hátíðaropnunina!
Family whale museum
„Beðið eftir börnunum“
Family whale museum
Að vanda var mikið stuð í kaffihorninu
Family whale museum
Fanney Bryndís mætti gallvösk ásamt föður sínum Birki Viðarssyni