Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og átti upphaflega vera til sýnis út árið 2019. Þegar kom að því að fá inn næstu listamenn sem ætluðu að koma til okkar erlendis frá setti heimsfaraldurinn strik í reikninginn og því var brugðið á það ráð að halda Renu þar til ferðalög yrðu möguleg á ný. Nú þegar líða fer að vori 2021 er en óvíst hvenær við getum ferðast hindranalaust á milli landa og verður því brugðið á það ráð að setja upp tímabundna sýningu um plast í hafi í samstarfi við Ocean Mission.

Ocean Mission er samfélag einstaklinga sem vinnur að rannsóknum og verndun hafsins. Verkefni Ocean Mission felast í tímabundnum rannsóknum á viðkvæmum hafsvæðum til þess að safna upplýsingum fyrir vísindamenn, löggjafavald og aðra hagsmunaaðila sem er annt um villta náttúru og heilsu hafsins. Áhersla er lögð á svæði sem vekja vísindalegan áhuga eða eru lítið sótt vegna landfræðilegra þátta. Sjónum er sérstaklega beint að rusli sem flýtur í hafi, þar með talið veiðifæri og plast, og miða rannsóknir að því að meta áhrif á lífríki sjávar.

Verið er að leita eftir styrktaraðilum til þess að aðstoða við fjármögnun sýningarinnar.

Hvalasafnið þakkar Renu innilega fyrir fallega listasýningu sem við kveðjum með söknuði.

 

Listaverk eftir Renata Ortega

Exhibition update.

Today we took down Renata Ortega´s art exhibition that has been on display since middle of 2018. Originally the exhibition was supposed to stay until the end of 2019 to
be replaced by new artists. However, when time came to travel to Iceland the
pandemic forced us to postpone. Now it´s close to spring 2021 and we
still do not know when traveling will be possibly in an pimply way. For now, we will fill
up our empty space with a temporary exhibition about plastic´s in the ocean in collaboration with Ocean Missions.

Ocean Missions is a community of dedicated individuals with passion for ocean conservation.

“We conduct periodic scientific surveys within sensitive conservation areas to gather valuable information for scientists, policy makers and other stakeholders about wildlife and the ocean´s health. We explore places of special scientific interest or remote
locations with difficult access for other vessels. We want to pay special attention to marine debris pollution including fishing gear and plastics, and to study its interaction with marine life.”

 

 

The museum is currently looking for support to finance this exhibition. 

 

The Whale Museum sends much appreciation to Rena for her beautiful exhibition, her artwork will be missed. 

 

Artwork by Renata Ortega