Valdimar Halldórsson nýr framkvæmdastjóri Hvalasafnsins

Valdimar Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík. Valdimar hefur bæði reynslu frá einkageiranum og úr stjórnsýslunni. Undanfarið hefur Valdimar starfað sjálfstætt við ráðgjöf . Áður starfaði Valdimar  sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka, Marko Partners og H.F. Verðbréf og einnig sem aðstoðarmaður ráðherra í atvinnuvegaráðuneytinu þar sem málefni ferðaþjónustunnar féllu undir.

Valdimar er uppalinn á Laugum og á Húsavík. Hann tók stúdentspróf við Framhaldsskólann á Húsavík, , B.A. gráðu í hagfræði  og M.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Hvalasafnið á Húsavík  er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og hefur  rekstur safnsins gengið vel með vaxandi umsvifum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Fjöldi gesta árið 2015 var um 26 þúsund. Safnið var stofnað árið 1997 og er megin markmið þess að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra. Með fræðslu og þekkingarölfun um hvali og lífríki þeirra eykur hvalasafnið m.a. á fræðslugildi hvalaskoðunarferða sem farnar eru á Húsavík og víðar.

Valdimar mun hefja störf  í ágúst.Valdimar Halldórsson ráðinn framkvæmdastjóri hjá Hvalasafninu

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.