Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir frestun hvalveiða

Umboðsmaður Alþingis hefur skilað álitinu sitt vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun hvalveiða. Hann telur að reglugerð um frestun hvalveiða hafi ekki nógu skýra stoð í lögum og hafi ekki uppfyllt kröfur um meðalhóf. Umboðsmaður bendir á að lög um hvalveiðar hafi ekki verið endurskoðuð í ljósi áætlanir um dýravelferð, sem fram koma í Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Álitinu fylgir tímalína atburða frá eftirlitsskýrslu MAST árið 2022 fram að nýlega álitinu í janúar 2024. Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum frá matvælaráðuneytinu um reglugerð um tímabundna frestun á upphafi hvalveiða. Hann býður upp á endurskoðun á reglugerðum um hvalveiðar og beinir til ráðuneytisins að hafa sjónarmiðin í áliti hans í huga til framtíðar. Álitinu fylgja ekki sérstök átök eða framhaldsátak, en umboðsmaður fellst á skýringar ráðuneytisins um dýravelferðarsjónarmiði við hvalveiðar, hins vegar bendir á að meðalhóf og verndun hvalastofnsins ætti að vera grundvöllur laga á þessu sviði.

Lesið meira hér:
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/01/05/Umbodsmadur-Althingis-skilar-aliti-vegna-frestunar-hvalveida/

Mynd frá Hafró

 

Thumbs Up for Flipper Oddity

In July 2023, researchers from the Pelagos Cetacean Research Institute spotted a rare striped dolphin in the Gulf of Corinth with deformed flippers resembling thumbs. The dolphin, part of a unique mixed-species society in the region, was observed swimming and interacting with its pod despite its unusual flipper morphology. Experts believe the deformity is likely a genetic defect acquired in the womb, possibly resulting from constant interbreeding among the isolated population of around 1,300 striped dolphins in the Gulf. The abnormal flipper shape, resembling thumbs, is considered a rare expression of irregular genes, with the defect affecting both flippers. While cetaceans, including dolphins, possess finger-like bones within their flippers, the photographed dolphin’s unique deformity suggests a deviation from the typical developmental process, leading to the absence of certain fingers and associated tissue. Despite this anomaly, the dolphin appears to be thriving in its environment.

Read more about it here:
https://www.livescience.com/animals/dolphins/extremely-rare-dolphin-with-thumbs-photographed-in-greek-gulf

Rákahöfrungur með þumla

Í júlí 2023 fundu rannsakendur frá Pelagos Hvalrannsóknarstöðinni sérstakann rákahöfrung með afmynduð bægsli, sem líktust þumlum. Höfrungurinn sást synda með hópnum sínum og virtist þessi útlitsgalli ekki há honum.
Sérfræðingar telja að afmyndunin sé líklega erfðagalli þar sem bæði bægslin líta svona út. Þrátt fyrir að hvaldýr, þar á meðal rákahöfrungar, hafi fingurbein inn í bægslunum, sem leyfar af þróunarsögu hvala frá landgengum spendýrum, virðist eitthvað af þeim beinum vanta í þennan tiltekna höfrung. Þrátt fyrir þetta afbrigði, virðist höfrungurinn vera við góða heilsu.

Lesið meira hér:
https://www.livescience.com/animals/dolphins/extremely-rare-dolphin-with-thumbs-photographed-in-greek-gulf

Jólalokun í Hvalasafninu

Kæru safngestir,

Nú þegar jólahátíðin nálgast viljum við láta vita að Hvalasafnið verður lokað yfir hátíðirnar frá 24. desember út 1. janúar.

 Við munum njóta jólahátíðarinnar í faðmi fjölskyldu og þökkum veittan skilning á lokuninni. Við hlökkum til að taka vel á móti ykkur á nýju ári, þegar við opnum á ný 2. Janúar.

 Hvalasafnið þakkar stuðninginn á liðnu ári og óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs.

 Jólakveðja frá Hvalasafninu á Húsavík!

 

 

Flæktur hvalur frelsaður í Alaska!

Í Alaska tókst hópi sérfræðinga að bjarga ungum hnúfubaki sem flæktist í stóra og þunga krabbagildru. Björgunarleiðangurinn, sem átti sér stað 11. október, var kölluð til af íbúum á staðnum sem höfðu komið auga á hvalinn í neyð nálægt bænum Gustavus. Íbúarnir greindu frá óvenjulegri hegðun hvalsins, þar á meðal að elta tvær baujur og átti bersýnilega erfitt með að hreyfa sig eðlilega. Björgunarsveitin, þar á meðal starfsmenn þjóðgarðsins og meðlimir samtakanna Large Whale Entanglement Response, komust að þeirri niðurstöðu að flækjan væri lífshættuleg hvalnum. Björgunarsveitin notaði drónaupptökur til að meta ástandið og eftir margra klukkustunda vinnu tókst að losa hvalinn með því að skera á línurnar. Samtökin munu fylgjast með ástandi hvalsins næstu vikurnar.

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna Whale Wise var fyrst haldin 2021 og er meginþema hátíðarinnar sérvaldar kvikmyndir sem snúa að hafinu og lífríki þess. Báða sýningardagana verða sýndar myndir frá kl. 19-23 og opnar húsið 18:45. Að þessu sinni verða myndir hátíðarinnar einnig algengar á internetinu frá 18. ágúst til 1. september. Hægt verður að horfa á myndirnar HÉR.

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er tólfta beinagrindin sem mun heiðra Hvalasafnið með nærveru sinni og sú fyrsta sem bætist í hópinn frá því að steypireyðurinn kom árið 2015. Jafnframt er þetta síðasta hvalategundin sem safninu vantaði af þeim sem teljast algengastar í Skjálfandaflóa. Það var Garðar Þröstur Einarsson hvalfræðingur sem lagði land undir fót til þess að ná í hnýðinginn á strandstað sinn sem var á bænum Guðlaugsvík í Hrútafirði. Garðar Þröstur flensaði hnýðinginn á staðnum og ók svo með hann heim á leið þar sem beinin eru komin í hefðbundið rotnunarferli. Áætlað er að beinin verði klár til samsetningar eftir um það bil eitt ár. Hvalasafnið vill koma á framfæri þökkum til ábúenda í Guðlaugsvík fyrir gjöfina og liðlegheit á strandstað.

Hnýðingurinn strandaði í Guðlaugsvík í Hrútafirði

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á árinu sem leið.

Starfsemi í heimsfaraldri.

Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á starfsemi safnsins á síðustu tveim árum, en í mótlæti myndast svigrúm til að koma auga á ný skapandi tækifæri. Tími sem einkenndist af samkomutakmörkunum og lokunum var nýttur í uppbyggingu og endurbótum á jarðhæð safnsins sem hafði ekki verið í notkun í áratugi. Ráðist var í metnaðarfullar endurbætur þar sem veggir voru rifnir út og endurbyggðir, gólf flotuð, drenað meðfram húsinu, múrverk lagað, lagt nýtt rafmagnskerfi, nýtt brunavarnakerfi og fleira.

Í kjölfarið var gerður var leigusamningur við Þekkingarnet Þingeyinga og Fab Lab smiðja hóf starfsemi í nýja rýminu nýlega. Fab Lab kemur af enska orðinu Fabrication Laboratory og er einskonar framleiðslu tilraunastofa. Smiðjan er búin tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er og er opin öllum sem vilja þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Samstarf milli Hvalasafnsins og Þekkingarnets Þingeyinga mun halda áfram að vaxa á komandi tímabili en nú standa yfir miklar framkvæmdir sem felast í því að sameina byggingarnar við Hafnarstétt 1 og 3. Með sameiningu verður faglegt samstarf milli stofnana eflst sem mun leiða til nýrra tækifæra á sviði rannsókna og miðlunar.

Hvalaskólinn tók aftur til starfa á árinu við mikla ánægju nemenda sem og starfsmanna safnsins auk þess sem unnið er að því að þróa hvalaskólann og gera hann aðgengilegan á netinu fyrir stærri hóp nemenda um allt land. Safnið leitar nú að samstarfsaðila til þess að þróa stafrænt námsefni fyrir komandi tímabil.

Í Maí heimsótti Eva Björk, framkvæmdastjóri safnsins,  Mjaldragarðinn í Vestmanneyjum og fundaði með Audrey Padgett um möguleika á samstarfi í tenglum við sýningu sem tengist Mjöldrunum.

 

Hömlur í faraldrinum leiddu til þess að Hvalaráðstefnan var í fyrsta sinn send út í beinni útsendingu í gegn um Facebook, þar sem ráðstefnan er enn aðgengileg og hafa 570 mann horft á fyrri útsendingu og 325 á þá seinni. Vanalega hafa um 40-50 manns geta fylgst með ráðstefnunni í sal safnsins.

Safnið fékk styrkveitingar frá Safnaráði fyrir mörgum verkefnum á árinu og gengur vel að vinna að þeim, má þar nefna endurbætur í safnageymslu, skráningu og ljósmyndun á gripum, uppsetning á nýrri sýningu um gróður og líf á grunnsævi og verkun á beinagrind af hnísu sem verður notuð sem kennsluverkfæri.

Hvalasafnið í samstarfi við Whale Wise hélt Ocean Film Festival í fyrsta sinn og voru sýndar myndir sem eru innblásnar af hafinu, bæði valdar heimildamyndir og myndir sem voru gerðar af aðilum sem tengjast vísindasamfélaginu á Íslandi. Viðburðurinn var vel sóttur og skemmtilegur. Á árinu verður hátíðin haldin í annað sinn og verður stærri í sniðinu en áður. Hátíðin er í ár skráð í gagnagrunn fyrir kvikmyndahátíðir og tekur við umsóknum alstaðar að úr heiminum.

Um sumarið var loksins var hægt að prufukeyra sýndarveruleikaupplifun safnsins og gekk það mjög vel. Starfsmaður leiðbeindi gestum í gegn um upplifunina þar sem þeir upplifa að synda í hafinu umhverfis háhyrninga, búrhvali, hnúfubaka, grindhvali, seli og mjaldri. Nú er upplifunin aðgengileg innan safnsins og geta gestur gengið að henni og prófað án aðstoðar starfsmanna.

Í október var sett upp ný listasýning eftir þau Katrina Davis og Jack Cowley og er blanda af list og ljóðum innblásin af reynslu þeirra sem leiðsögumenn í hvalaskoðun við Skjálfanda.

Í desember var haldin jólamarkaður í safninu í samstarfi við Húsavíkurstofu og vakti sá viðburður mikla lukku, bæði meðal söluaðila sem og þeirra sem komu til að versla jólavarning og skoða safnið.

Árið í tölum.

Á árunum fyrir covid var aðsókn í safnið í kring um 30.000 manns á ári. Þegar heimsfaraldurinn skall á féll gestafjöldi niður í 11.000 árið 2020, og jókst upp í 22.000 manns árið 2021.

21% gesta kom frá Bandaríkjunum, 18% voru Íslendingar, 13% Þjóðverjar, 9% frá Frakklandi, 5% frá Ítalíu og 34% frá öðrum löndum.

 

Eins og við var að búast er rekstrarniðurstaðan töluvert betri en árið 2020. Sala aðgöngumiða og minjagripa er að aukast um 32,4 m.kr. milli ára og verkefnastyrkir eru að aukast um 3,5 m.kr. Alls eru tekjur félagsins að aukast um 118%.

EBITDA ársins er 12,7 m.kr. en í fyrra var EBITDA neikvæð um 6,1 m.kr.

Ársreikningur safnsins er nú aðgengilegur á heimasíðu.

Af framkvæmdum og öðrum verkefnum

Vetrinum lýkur senn enda þótt eitt og eitt vorhret muni ef til vill líta dagsins ljós fram að sumrinu. Veturnir eru ekki síður mikilvægir safnastarfi eins og háannatími sumarsins en þó á gjörólíkan hátt. Á meðan að sumarið fer í stóran meirihluta gestamóttöku ársins eru veturnir notaðir til viðhalds, nýsköpunar og safnafræðslu.

Í febrúar smíðaði Trésmiðjan Val ehf. smíðað stigahús sem liggur frá frá 1. hæð niður á jarðhæð. Framkvæmdirnar eru tilkomnar vegna komu Hraðsins- nýsköpunarseturs á jarðhæð Hafnarstéttar 1 sem mun jafnframt tengjast Langaneshúsinu, Hafnarstétt 3 með þar til gerðu glerhýsi. Stigahúsið mun gera starfsfólki í húsunum tveimur kleyft að ferðast innanhúss um allt rými húsanna tveggja en töluvert samstarf verður milli fyrirtækja og stofnana sem hafa aðsetur þar.

Búið er að setja upp nýtt öryggis- og brunavarnakerfi í safninu en gamla kerfið var komið til ára sinna. Kerfið sjálft er keypt af Öryggismiðstöðinni en EG Jónasson ehf. sáu um lagnavinnu.

Á síðustu aðventu hýsti Hvalasafnið jólamarkað í þrígang. Markaðurinn sem var samvinnuverkefni Húsavíkurstofu og Fimleikadeildar Völsungs var haldinn á 1. hæð Hvalasafnsins. Fjölbreyttar vörur voru á boðstólnum, flestallar hannaðar í nærhéraði. Í undirbúningi markaðsins var veggur rifinn niður og 20 ára afmælissýning Hvalasafnsins fjarlægð en hún var opnuð í maí árið 2019. Til stendur að opna nýja sýningu á vordögum um náttúru hafsins. Textavinna er unninn innan safnsins en hönnun er í höndun Þórarins Blöndals. Þórarinn er safninu vel kunnur en hann hannaði heildrænt útlit steypireyðarsýningarinnar sem og hvalveiðisýningarinnar á safninu. Þá er nýja sýningin einnig unnin í samstarfi við Strýtan Divecenter á Hjalteyri sem útvega myndefni.

Árið 2021 heimsóttu 22 þúsund manns Hvalasafnið. Íslendingar voru fjölmennasta gestaþjóðin en sem kunnugt er voru utanlandsferðir í lágmarki sumrin 2020 og 2021 vegna Covid 19. Árið 2019 heimsóttu 31 þúsund manns safnið þannig að óhætt er að segja að Hvalasafnið eigi inni fyrir komandi sumri, gefið að ferðatakmarkanir verði litlar sem engar

Heimsókn í Mjaldragarðinn í Vestmannaeyjum.

Í liðinni viku heimsótti Eva Björk þær Litlu-Grá og Litlu-Hvít, mjaldrana sem fluttu á síðasta ári frá sædýragarði í Kína til Klettsvíkur í Vestmannaeyjum.

Heimsóknin var mjög áhugaverð og fræðandi. Hvalasafnið hlakkar til samstarfs með Mjaldragarðinum á komandi árum.

 

 

Verkefnið var styrkt af Safnaráði.