Góðir gestir í safninu

Það hefur verið gestkvæmt í Hvalasafninu í sumar eins og gefur að skilja, en sumir gestir tengjast safninu á annan og meiri hátt en hinn hefðbundni ferðamaður.

Það gera sannarlega hinar þýsku Elke Wald og Silke Ahlborn, sem litu við í safninu á dögunum, þegar þær eyddu nokkrum dögum á Húsavík og nágrenni.

Báðar Elke og Silke störfuðu í Hvalasafninu upp úr aldamótum, Elke sem verkefnastjóri undir framkvæmdastjórn Ásbjörns Björgvinssonar stofnanda Hvalasafnsins og Silke sem sjálfboðaliði, auk þess sem hún tók síðar að sér leiðsöguhlutverk um borð í bátum Norðursiglingar.

 

2016-06-22 14.01.18

Silke og Elke við nýju steypireyðarsýninguna

 

 

2016-06-22 14.03.21

Kunnugleg verk Namiyo Kubo á suðurveggnum

 

2016-06-22 14.04.58

Það voru ánægjulegir endurfundir hjá Elke, Silke og Jan, en mikill vinskapur er milli þeirra frá fyrri tíð.

 

2016-06-22 14.06.29

Áfram Ísland!

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.