Góðir gestir í safninu

Það hefur verið gestkvæmt í Hvalasafninu í sumar eins og gefur að skilja, en sumir gestir tengjast safninu á annan og meiri hátt en hinn hefðbundni ferðamaður.

Það gera sannarlega hinar þýsku Elke Wald og Silke Ahlborn, sem litu við í safninu á dögunum, þegar þær eyddu nokkrum dögum á Húsavík og nágrenni.

Báðar Elke og Silke störfuðu í Hvalasafninu upp úr aldamótum, Elke sem verkefnastjóri undir framkvæmdastjórn Ásbjörns Björgvinssonar stofnanda Hvalasafnsins og Silke sem sjálfboðaliði, auk þess sem hún tók síðar að sér leiðsöguhlutverk um borð í bátum Norðursiglingar.

 

2016-06-22 14.01.18

Silke og Elke við nýju steypireyðarsýninguna

 

 

2016-06-22 14.03.21

Kunnugleg verk Namiyo Kubo á suðurveggnum

 

2016-06-22 14.04.58

Það voru ánægjulegir endurfundir hjá Elke, Silke og Jan, en mikill vinskapur er milli þeirra frá fyrri tíð.

 

2016-06-22 14.06.29

Áfram Ísland!

 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.