Hvalasafnið á Húsavík hlýtur símenntunarstyrk safnaráðs

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr safnasjóði til viðurkenndra safna árið 2016 í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011.

Alls fékk að þessu sinni 21 viðurkennt safn símenntunarstyrk og var Hvalasafnið á Húsavík þeirra á meðal, en heildarúthlutun styrkja var alls 4.6 milljónir króna.

Styrkur Hvalasafnsins verður nýttur til kynnisheimsóknar til New Bedford, Massachusetts í Bandaríkjunum, þar sem Hvalveiðisafnið verður sótt heim. Starfsfólk safnsins fer utan nú í lok janúar, með það að markmiði að styrkja núverandi tengsl safnanna tveggja, en þó einnig til að fræðast um starfsemi safnsins með sérstaka áherslu á fræðslu til skólahópa, tengsl við nærsamfélagið, miðlun upplýsinga (sýningar og munir) og varðveislu muna eins og beina og beinagrinda.

new-bedford-whaling-museum-sprem-whale

Hvalveiðisafnið í New Bedford er yfirgripsmikið og býr yfir mismunandi deildum. Fræðslustarf í safninu er öflugt, auk þess sem gagnaöflun er virk og stuðningur við rannsóknir mikill. Safnið er samfélagsmiðað og heldur árlega tugi viðburða sem ætlaðir eru nærsamfélaginu.

Hér má sjá lista yfir úthlutun símenntunarstyrkja fyrir árið 2017.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.