Hvalasafnið hlýtur styrk úr Safnasjóði 2016

Úthlutað hefur verið úr Safnasjóði 2016, en hltuverk Safnasjóðs samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er fyrst og fremst að efla starfsemi safna sem undir lög þessi falla.

safnaradHvalasafnið á Húsavík hlaut að þessu sinni 2,2 milljónir króna í verkefnastyrki. Um er að ræða annars vegar styrk upp á 800.000 kr. til uppsetningar og útgáfu nýs upplýsingabæklings um safnið og hins vegar styrk upp á 1.400.000 kr. til uppsetningar á nýrri sýningu um hvalreka.

Hafist verður handa við sýningarvinnu í haust en búist er við að bæklingurinn komi út nú á vordögum.

Sjá nánar um styrkveitingar þessa árs á heimasíðu Safnaráðs

 

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Fleiri hvalrekar á Norðurlandi

Tvær fullvaxta andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) rak á land í Öxarfirði í gærkvöldi, við Lónsós í landi Auðbjargarstaða. Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík, Garðar

Hvalreki í Skjálfandaflóa

Hræ af ungri andarnefju (Hyperoodon ampullatus) rak nýverið á land við Skeifárbás, rétt fyrir neðan Skeifárfoss í landi Ytri-Tungu.Starfsmaður Hvalasafnsins á Húsavík

Hnúfubak rak á land í Eyjafirði

Fyrir nokkrum dögum rak hnúfubak á land í Eyjafirði. Starfsmenn Hvalasafnsins á Húsavík fóru í vettvangsferð til að skoða dýrið, sem liggur

Lokað er fyrir athugasemdir.