Hvalaskoðunarvertíðin frá Húsavík fer líflega af stað

Hvalaskoðunarferðir frá Húsavík hófust í byrjun marsmánaðar.  Veður hefur verið þokkalegt og aðsókn með ágætum.  Tvö hvalaskoðunarfyrirtæki, Norðursigling og Gentle Giants, sigla nú daglega með ferðamenn útá Skjálfanda. Vertíðin fer vel af stað og margar tegundir hafa sést síðustu daga enda hefur æti verið mikið í flóanum og t.a.m. mikil loðna verið á ferðinni undanfarið.  Í dag sáust þrjár stórhvalategundir í einni og sömu ferðinni, langreyðar, hnúfubakur og sandreyð. Þá hafa einnig sést háhyrningar og höfrungar á Skjálfanda síðustu daga.

langreyður

Langreyður á Skjálfanda. Mynd: Garðar Þröstur Einarsson

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna

white beaked dolphin

Hnýðingur í Hvalasafnið

Hvalasafninu á Húsavík barst heldur betur dýrgripur nú á dögunum þegar að hnýðingur (white-beaked dolphin) bættist í hóp beinagrinda safnsins. Þetta er

Litið yfir árið 2021

Aðalfundur Hvalasafnsins fór fram í síðustu viku þar sem ársreikningur 2021 var lagður fram til samþykktar og farið yfir starfsemi safnsins á

Lokað er fyrir athugasemdir.