Hvalir í Skjálfandaflóa: Steypireyðurinn

Kæri lesandi,

Á næstum vikum mun Hvalasafnið á Húsavík birta stuttan upplýsingatexta um algengustu hvalategundirnar á Skjálfanda. Við hefjum leik á Steypireyðnum sem er stærsta dýr jarðarinnar.

Latneskt heiti: Balaenoptera musculus 
Enskt heiti: Blue whale
Íslenskt heiti: Steypireyður      
Meðalaldur: 80-90 ár  
Fæðisval: Sjávardýr og litlir fiskar         
Stærð: upp að 30 metrum        
Þyngd: upp að 200 tonnum

Steypireyðurinn er stærsta dýr sem nokkurn tímann hefur lifað á jörðinni. Stærsta einstaka dýrið sem hefur verið mælt var kvenkyns og mældist um það bil 33,6 metrar. Flestir steypireyðir verða á bilinu 29-30 metrar og eru karldýrin almennt minni en kvendýrin. Lengd steypireyða er því ekki ósvipuð þremur meðalstórum strætisvögnum eða sex fullvaxta fílum. Tungan getur orðið 6 tonn að þyngd sem er svipuð þyngd og á einum fíl. Hjartað er á stærð við fólksbíl. Hjartsláttinn má heyra úr allt að 3,2 km fjarlægð. Þá eru æðar steypireyða það víðar að lítil börn gætu synt gegnum þær.

Meðgöngutímabil steypireyða er 11-12 mánuðir og getur kvendýrið átt nýtt afkvæmi á þriggja ára fresti. Afkvæmið fæðist 8 metrar að lengd og fæðingarþyngd er um 2700 kg. Á fyrsta ári ævinnar mun kálfurinn þyngjast um 90 kg á dag enda er dagleg mjólkurdrykkja 600 lítrar! Líkt og aðrir skíðishvalir ferðast steypireyðir til hlýrri svæða yfir vetrartímann í þeim tilgangi að makast og eignast afkvæmi. Á sumrin ferðast þeir hinsvegar til kaldari sjávarsvæða þar sem aðaláhersla er lögð á fæðuöflun.

Steypireyðir eru skíðishvalir og nota sérstaka síunaraðferð til að veiða sér sjávardýr til ætu. Þeir innbyrða mikið magn af sjó ásamt sjávardýrum og litlum fiskum og þrýsta svo sjónum út um skíðin þannig að fæðan standi ein eftir. Fullorðið dýr getur borðað 36 tonn af sjávardýrum á dag. Meðalköfunartími við fæðuleit er 10 mínútur en steypireyðir geta þó kafað í 20 mínútur.

Steypireyðir eru hraðsyndir og ferðast allajafna á um 8 km/klst en geta þó hraðað sér upp í 30 km/klst ef þörf er á. Þegar þeir koma upp á yfirborðið til að anda getur blásturinn náð upp í 9 metra hæð.

Samskipti steypireyða fara fram með lágtíðnihljóðum sem eru það lágvær að mannseyrað greinir þau varla. Önnur hljóð sem steypireyðir gefa frá sér eru hinsvegar ein þau háværustu sem fyrirfinnast og má heyra þau í allt að 1600 km fjarlægð.

Steypireyðir eru á rauðum lista Alþjóða náttúruverndarsamtakana yfir dýr í útrýmingarhættu. Stofninn er að jafna sig eftir mikið hvalveiðitímabil á 20. öldinni sem fóru langt með að tortíma tegundinni. Það er áætlað að stofnstærð steypireyða sé nú á bilinu 10-25 þúsund dýr.

Líklegast er að sjá steypireyða í Skjálfandaflóa frá miðjum maí og fram í miðjan júlí. Undanfarin ár hafa þeir einnig sést í mars og September en jafnan í fremur stuttan tíma í senn.

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.