Æxlun

Kynlíf og mökun

Þekking á mökun hvala í náttúrulegu umhverfi er takmörkuð. Samt sem áður er vitað að kynlíf skipar stóran sess í lífi hvala sem nota það ekki einungis til að fjölga sér heldur einnig til að mynda og viðhalda tengslum milli einstaklinga.

 

Æxlunarferli

Æxlunarferli flestra skíðishvala er lagað að árstíðabundnu fari þeirra. Mökun og æxlun á sér stað á veturna eftir að hvalirnir eru komnir á æxlunarstöðvar. Lífsstíll tannhvala er margbreytilegri og æxlun þeirra getur átt sér stað á lengra tímabili og er ekki eins bundinn árstíðabundnum breytingum eða farleiðum og hjá skíðishvölunum.

 

Burður og fæðingartíðni

Kálfarnir fæðast með sporðinn á undan, þetta er enn ein aðlögunin að lífi í vatni. Kálfarnir eru lengur tengdir legkökunni og fá súrefnisríkt blóð frá móður sinn eins lengi og mögulegt er til að koma í veg fyrir súrefnisskort og köfnun eða drukknun. Fæðingartíðni hvala er fremur lág. Meðganga er 11 til 16 mánuðir, oftast fæðist einn kálfur á tveggja til fimm ára fresti. Fleirburafæðingar eru sjaldgæfar. Kálfadauði á fyrsta ári er fremur algengur, oft yfir 50%.

Lág fæðingartíðni, mikil veiði og aðra umhverfisógnir geta skýrt mikið fall á stofnstærð nokkurra tegunda.