Sandreyður
|
|
Lengd |
um 19 m |
Þyngd |
45 t |
Blástur |
mjór allt að |
Öndun |
5-20 mín |
Köfun |
kafar frekar grunnt |
Fæða |
áta, krabbadýr, svif og smáfiskar |
Hámarksaldur |
meira en 60 ár |
Staða stofns |
í útrýmingarhættu |
Sandreyður er þriðji stærsti reyðarhvalurinn. Skrokkurinn og byggingin er dæmigerð fyrir reyðarhvali, stór, grannvaxinn og rennilegur. Sandreyður er oftast dökkgrá á baki og ljósgrá á kvið, alsett sporöskjulaga örum eða ljósum hringjum eftir ásætur. Bægslin eru fremur stutt og frammjó og sporðblaðkan hlutfallslega lítil. Sandreyðar eru ásamt langreyðum hraðsyntastar skíðishvala og geta náð allt að 40-45 km hraða á klst.
Hegðun
Sandreyðar eru einfarar og sjást stakar eða í litlum hópum tveggja til þriggja einstaklinga. Stöku sinnum sjást stærri hópar á fæðuríkum stöðum. Sandreyður lætur lítið fyrir sér fara við yfirborðið, hún lyftir hvorki bægslum né sporði og stekkur ekki.
Veiðar og stofnstærð
Um miðbik síðustu aldar voru veiðar á sandreyði verulegar og leiddi það til mikillar fækkunar í stofninum. Sandreyður hefur verið alfriðuð síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og áætlað er að stofninn á heimsvísu sé nú um 50.000 dýr.