Mikill fjöldi steypireyða á Skjálfanda

Margar steypireyðar koma á Skjálfandaflóa á hverju ári eins og fjölmargir gestir hvalaskoðunarfyrirtækja á Húsavík vita. Á árlegri hvalaráðstefnu Hvalasafnsins á Húsavík og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands sem haldin var fyrr í sumar komu fram upplýsingar um fjölda steypireyða sem sérfræðingar hafa talið á Skjálfanda síðustu ár.  Sérstakt rannsóknarverkefni um talningar á steypireyðum er í gangi á Húsavík þar sem starfsfólk og nemendur við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Húsavík vinna. Verkefnið felst í greiningu á ljósmyndum af steypireyðum á Skjálfanda.  Að sögn dr. Marianne Rasmussen hjá Rannsóknarsetrinu og stjórnanda verkefnisins hafa 172 mismunandi steypireyðar heimsótt Skjálfanda einu sinni eða oftar á árabilinu 2001-2015.  Talið er að steypireyðarstofninn í Norður-Atlantshafi sé um 1.000 dýr. Það þýðir að um 17% steypireyðarstofnsins hefur lagt leið sína á Skjálfanda. Vegna ofveiði á síðustu öld er tegundin í útrýmingarhættu og erfitt að áætla hvernig stofninum vegnar. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Marianne um rannsóknir á hvölum á Skjálfanda.

2-blue-whales blue-whale11150521_819191074828544_1572614784019671726_n

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.