Sumarfólkið stendur vaktina

Síðustu dagar hafa verið líflegir á Hvalasafninu og margir gestir heimsótt okkur.  Þær Ásrún Ásmundsdóttir og Belén Garcia Ovide hafa staðið vaktina í afgreiðslu Hvalasafnsins í sumar ásamt Ástþóri Hannessyni og staðið sig með sóma.  Hvalasafnið hefur í sumar gegnt hlutverki upplýsingarmiðstöðvar og koma fjölmargir ferðamenn við hjá okkur til að spyrja um allt mögulegt sem viðkemur ferðaþjónustumöguleikum á Húsavík og nágrenni. Ásrún er þaulvön starfinu á safninu og hefur unnið á Hvalasafninu í fjögur sumur og sér jafnframt um minjagripasöluna en umsvifin þar hafa aukist talsvert í sumar.

safnabúðin

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Lokað er fyrir athugasemdir.