Vel heppnuð námsferð til New York City

Starfsfólk Hvalasafnsins fór um síðastliðna helgi ásamt mökum sínum í vel heppnaða námsferð til New York. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja Ameríska Náttúrugripasafnið (American Museum of Natural History) með því markmiði að kanna raunhæfar leiðir til gagnvirkra- og stafrænna lausna fyrir Hvalasafnið. Fundað var með tveimur starfsmönnum Náttúrugripasafnsins, þeim Jennifer Chow framkvæmdastjóra markaðsmála og Raphael Pelegrino yfirmanni stafrænna tæknilausna. Auk þess var safnið skoðað hátt og lágt. Það sem eftir lifði helgar var eytt í allskyns afþreyingu í borginni enda að nægu að taka. Veðrið var Íslendingunum afar hagstætt, heiðskírt og sól enda þótt hitastigið hafi verið í takt við árstíma.

Starfsfólk Hvalasafnsins á Húsavík vill þakka kollegum sínum á Ameríska náttúrugripasafninu fyrir góðar móttökur og hlakkar til mögulegs samstarfs í framtíðinni.

Starfsfólk Hvalasafnsins heilsar upp á Jennifer Chow, framkvæmdastjóra markaðsmála á ANHM
Hópurinn sem ferðaðist saman til New York

Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1998

Þann 17. júní Árið 1998 flutti safnið í um 200 m2 rými á efri hæð “Verbúðanna” við höfnina undir nafninu “Hvalamiðstöðin á Húsavík”. Gestafjöldi óx jafnt og þétt og samhliða því þörfin fyrir stærra húsnæði sem hentaði starfsemi safnsins betur.

Verbúðirnar á Húsavík urðu heimili Hvalamiðstöðvarinnar árið 1998 og gegndu því hlutverki næstu árin
Þorvaldur Björnsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands vinnur hér að hreinsun hvalbeina til uppsetningar á sýningu
Svipmyndir af safninu
Ásbjörn Björgvinsson við vígslu Hvalamiðstöðvarinnar í Verbúðunum

Ágrip úr sögu Hvalasafnsins: 1992-1995

Hvalasafnið á Húsavík opnaði á vordögum 2019 veglega afmælissýningu í tilefni 20 ára afmælis safnsins ári áður.
Á næstunni munu birtast kaflar úr sögu safnsins hér á hvalasafn.is. Við hefjum leik árið 1992 en líkt og í öllum góðum sögum fylgir smá forsaga.

Uppruna þess að Hvalasafnið á Húsavík varð til má rekja til tilraunaferða í hvalaskoðun sem fyrst voru farnar frá Höfn í Hornafirði sumrin 1992-1994. Í fyrstu ferðinni var breskur leiðsögumaður Mark Carwardine að nafni ásamt Ásbirni Björgvinssyni sem síðar átti eftir að stofna Hvalasafnið á Húsavík. Þetta voru langar siglingar eða um 8 klst. Árið 1994 hófust hvalaskoðunarferðir á Húsavík hjá Arnari Sigurðssyni sem rak fyrirtækið Sjóferðir Arnars. Ári síðar komu nokkrir hópar í hvalaskoðun á Húsavík, meðal annars frá Discover the World. Hval hafði þá fækkað í nágrenni Hafnar, auk þess sem siglingatími var mun styttri á Skjálfanda. Vitað var að svæðið væri gamalt hrefnuveiðisvæði og því ætti að vera hval að finna. Haldið var námskeið í Keflavík 1995 þar sem fjallað var um hvalaskoðun sem atvinnugrein. Fengnir voru erlendir fyrirlesarar meðal annars Erich Hoyt til að gefa innsýn í þessa atvinnugrein sem átti eftir að verða gríðarstór síðarmeir. Þetta sumar fóru voru tvö fyrirtæki starfrækt í hvalaskoðun á Húsavík, Norðursigling og Sjóferðir Arnars.

Mark Carwardine ásamt Huld Hafliðadóttur, fyrrverandi verkefnisstjóra Hvalasafnsins (Mynd: Northsailing.is, 2011)
Erich Hoyt hefur komið við sögu hvalaskoðunar á Íslandi frá upphafi. Nú síðast hélt hann erindi á árlegri hvalaráðstefnu Hvalasafnsins í maí 2019 (Mynd: Erichhoytbooks.com)
Hnúfubakur stingur sér á kaf. Myndin er tekin um miðjan tíunda áratuginn.

Hvalir í Skjálfandaflóa: Hnúfubakur

Þá er komið að síðustu færslunni um algengustu hvalategundirnar í Skjálfandaflóa. Nú verður fjallað um hnúfubakinn sem er sú hvalategund sem oftast sést í skoðunarferðum í flóanum.

Latneskt heiti: Megaptera novaengliae              
Enskt heiti: Humpback whale   
Íslenskt heiti: Hnúfubakur        
Meðalaldur: 50 ár          
Fæðuval: Ljósáta og litlir fiskar 
Stærð: 13 – 17 metrar  
Þyngd: 25-45 tonn

Hnúfubakar skipa eina stærstu hvalategundina, þar sem karldýrin ná 14 metra lengd og kvendýrin upp í 17 metra lengd – svipað og meðalstrætisvagn! Bægslin eru rétt um þriðjungur af lengd dýranna og geta orðið allt að 6 metrar. Hnúfubakar hafa mikla hreyfiþörf og má reglulega sjá þá stökkva upp úr sjónum eða slá sporðum og bægslum. Kenningar eru til um að þessi hegðun sé þeirra aðfer til að hafa innbyrðis samskipti en einnig gæti þetta verið aðferð til að sýna félagslega yfirburði og góða heilsu á fengitíma. Hnúfubakar nota einnig hljóðmerki eril að hafa samskipti við hvern annan. Karldýrin syngja á fengitíma og getur hvert “lag” verið upp í hálftíma langt og heyrst í allt að 30 km fjarlægð.

Árið er tvískipta hjá hnúfubökum. Annarsvegar í fæðuöflun og hinsvegar fengitíma. Á sumrin má finna hnúfubaka í köldum og næringarríkum sjó, t.a.m. við strendur Íslands, Noregs og Kanada þar sem þeir borða ljósátur. Á veturnar flytjast þeir búferlum til hlýrri svæða nýr miðbaug, t.a.m. í Karabíahaf. Hnúfubakar makast og eignast afkvæmi í hlýjum sjó. Meðgöngutímabilið er 11 mánuðir. Þegar að kálfarnir koma í heiminn eru þeir um 4,5 metra langir og 900 kg að þyngd. Þeir geta drukkið upp í 600 lítra af mjólk á dag. Móðir og afkvæmi eiga samskipti með “hvísli” sem er til þess að varast rándýr svo sem háhyrninga.  

Hnúfubakar eru skíðishvalir og nota síunaraðferð (filter feeding) til fæðuinntöku. Þeir eru þekktir fyrir að hafa nokkrar aðferðir til fæðuinntökunnar. Ein af þeim er svokölluð loftbóluaðferð. Hún virkar þannig að hnúfubakurinn blæs lofti frá blástursopinu þannig að bráðin færist upp á yfirborð sjávar. Þá ráðast þeir til atlögu og gleypa fæðuna.

Hnúfubakar kafa að meðaltali um 5-10 mínútur í einu en geta kafað allt upp í 40 mínútur. Sundhraðinn er um 5-15 km/klst en þegar þeir eru að borða hægist á þeim niður í 2,5-5 km/klst. Hámarkshraði þeirra er hinsvegar um 25 km/klst.

Hnúfubakar eru sem áður segir mjög algeng sjón í Skjálfandaflóa og hefur viðvera þeira aukist síðustu árin. Aðaltímabil þeirra er vissulega á sumrin en það ætti þó að vera hægt að sjá hnúfubak flesta daga frá maí til nóvember.

Hvalir í Skjálfandaflóa: Hnýðingur

Þá er komið að því að kynna til leiks hnýðinga, en þeir eru ansi algeng sjón í Skjálfandaflóa.

Latneskt heiti: Lagenorhynchus albirostris   
Enskt heiti: White-beaked dolphin  
Íslenskt heiti:  Hnýðingur
Meðallíftími: 30 – 40 ár         
Fæðuval: Fiskar, krabbadýr og kolkrabbar  
Stærð: u.þ.b. 3 metrar           
Þyngd: 180-350 kg

Hnýðingar eru landlægir í Norður Atlandshafi. Þá má eingöngu finna frá norðausturströnd Bandaríkjanna og norðvestan við Evrópu upp að Spitsbergen á Svalbarða. Hnýðingar eru mjög félagssinnaðir. Þeir lifa í hópum sem telja allt frá fimm til 50, en við sérstakar aðstæður geta hóparnir orðið allt frá 100 upp í 1000 hnýðingar. Stundum kynjaskiptast hóparnir.

Hnýðingar geta synt mjög hratt eða upp í 45 km/klst. Þegar þeir ferðast á sem mestum hraða stökkva þeir stundum meðfram því sem þeir synda.
Hnýðingar verða kynþroska um 7 ára gamlir. Fengitími er frá maí og fram í September. Meðgöngutími er 11 mánuðir og þegar kálfarnir fæðast eru þeir 1 meter að lengd og 40 kg að þyngd.  

Ungir hnýðingar elska að leika sér í kjölsogi báta og stærri hvala. Þeim finnst það svo gaman að stundum áreita þeir hvali í þeim tilgangi að þeir syndi hraðar þanig að kjölsog skapist.

Hver og einn hnýðingar hefur sértækt tónsvið sem aðrir hnýðingar geta sundurgreint gegnum flaut og smelli sem þeir gefa frá sér.

Hnýðinga má finna í Skjálfandaflóa allt árið. Yfir sumarið er stundum hægt að sjá móður og afkvæmi saman.

Hvalaskoðun í miklum blóma í Skjálfandaflóa

Í dag er 1. ágúst og má því sannarlega segja að hápunktinum í íslenska ferðasumrinu sé náð. Þegar þetta er skrifað er 22 stiga hiti á Húsavík, mikið af ferðamönnum og bærinn iðandi af lífi. Sumarið var ansi seint á ferðinni þetta árið. Júní var kaldur og votviðrasamur og stór hluti af júlí einnig. Fjöldi ferðamanna stóðst þó væntingar að miklu leyti. Þá hefur hvalaskoðun á Skjálfandaflóa gengið vel og mikið líf búið að vera í flóanum í allt sumar. Að vanda hefur verið mikið af hnúfubökum, hrefnum og höfrungum og einnig hafa steypireyðar sést mörgum sinnum. Þá hafa háhyrningar sést töluvert oftar en undanfarin ár.

Almennt hefur allur gangur verið á hvalaskoðun á Íslandi þetta sumarið. Samkvæmt vísi.is hefur til að mynda verið mjög lítið um hval í Eyjafirði í júlímánuði.

Mynd: Christian Schmidt