Kvikmyndahátíð í Hvalasafninu

Dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi verður kvikmyndahátíðin Ocean Films Húsavík haldin hátíðleg í Hvalasafninu. Hátíðin sem er samstarfsverkefni Hvalasafnsins og sjávarverndunarsamtakanna Whale Wise var fyrst haldin 2021 og er meginþema hátíðarinnar sérvaldar kvikmyndir sem snúa að hafinu og lífríki þess. Báða sýningardagana verða sýndar myndir frá kl. 19-23 og opnar húsið 18:45. Að þessu sinni verða myndir hátíðarinnar einnig algengar á internetinu frá 18. ágúst til 1. september. Hægt verður að horfa á myndirnar HÉR.

Ocean Films Húsavík 2023

Ocean Films Húsavík is scheduled to occur at the Húsavík Whale Museum during the evenings of August 18th and 19th (from 7 to 11 pm Iceland time). With limited seating, doors will open at 6:45 pm. This film festival, which had its inaugural edition in 2021, presents a collection of ocean-themed films from across the world. The films will also be accessible for online viewing from August 18th to September 1st through the following link: https://vimeo.com/oceanfilmshusavik. This event is a collaborative venture between the Húsavík Whale Museum and the marine conservation organization, Whale Wise.

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða Lindi eins og hann er jafnan kallaður hafði undanfarin 17 ár gengt embætti forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands Eystra, og raunar hafði hann verið sá eini sem gengt hafði því embætti frá stofnun hennar. Lindi kom inn í stjórn Hvalasafnsins árið 2005 og hafði verið í henni allar götur síðan, þar af formaður í tvígang. Hann er sá einstaklingur sem lengst hefur gengt einhverskonar störfum fyrir Hvalasafnið. Lindi hætti um áramótin í stjórn safnsins og er honum þakkað góð störf undanfarinna 15 ára. Hvalasafnið á Húsavík og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa ávallt verið í góðu samstarfi og eru væntingar til áframhalds á því miklar. Stjórn Hvalasafnsins kom sér saman um að Jan Klitgaard tæki við stjórnarformennskunni fram að næsta aðalfundi sem verður haldinn á næstu vikum.

 

Aðspurður um helstu breytingar sem hafa orðið á starfi Hvalasafnsins í sinni stjórnartíð nefnir Lindi rekstrarumhverfi safnsins, auk þess sem húsnæði þess hafi tekið miklum stakkaskiptum. „Þegar ég kom fyrst inn sem varamaður í stjórn safnsins bar safnið enn öll einkenni frumkvöðlastarfs Ásbjörns Björgvinssonar. Hann stofnaði safnið upp úr engu og kom á legg með aðstoð góðs fólks, m.a. með því að koma því fyrir í gamla slátur- og frystihúsi K.Þ. þar sem Hvalasafnið hefur vaxið og dafnað síðan. Á þessum árum var safnið mjög háð opinberum styrkjum og velvilja fólks og fyrirtækja í samfélaginu hér á Húsavík, sem lagði til safnsins með ýmsum hætti. Eðli máls samkvæmt var margt mjög frumstætt á þessum tíma, bæði hvað varðaði húsnæði og rekstur. Safnið þróaðist síðan út í það að verða viðurkennt safn skv. safnalögum og mjög vel rekstrarhæf eining sem er sáralítið háð rekstrarstyrkjum, samhliða fjölgun ferðamanna. Með bættum rekstrargrundvelli gafst svo svigrúm til að sinna betur viðhaldi og frekari endurbótum hússins og umhverfi þess. Stórt skref í þeim málum var auðvitað sala á hluta jarðhæðarinnar til Steinsteypis ehf., sem safnið hefur átt gott samstarf við síðan. Það er því óhætt að segja að miklar breytingar hafa orðið á þessum tíma en það má þó ekki gleymast að enn eru það hvalagrindurnar sem Ásbjörn hóf að sanka að sér og setja upp sem eru kjarninn í safninu.“

 

Lindi segir að áskoranir Hvalasafnsins hafi sannarlega verið margar síðustu 15 ár og af ýmsum toga. Nýjasta áskorunin, Covid-19 faraldurinn, sé auðvitað sú sem fyrst kemur upp í hugann. Faraldurinn hafi sett mikið strik í reikninginn í rekstri safnsins síðasta árið og auðvitað ekki útséð hvernig verður með árið 2021. Vonandi muni þó að rofa til í ferðaþjónustu í sumar og þá ætti reksturinn að verða fljótur að taka við sér, því safnið hafi yfir að ráða mjög öflugu starfsfólki og það standi á traustum grunni bæði rekstrar- og sýningarlega séð. Af öðrum áskorunum síðustu ára segir Lindi að nefna mætti rekstrargrundvöllinn fyrstu árin sem hann var viðloða stjórn safnsins og húsnæðislagfæringar ýmis konar sem sumar hafi tekið í. Síðast en ekki síst mætti nefna steypireyðargrindina og uppsetningu hennar í safninu. Það hafi tekið langan tíma og mikla vinnu að fá grindina norður til Húsavíkur og þegar það var í höfn hafi tekið við mikil áskorun við að koma henni fyrir og setja upp í safninu.

Stjórn og framkvæmdastjóri Hvalasafnsins í kjölfar síðasta stjórnarfundar 2020. Frá vinstri: Jan Klitgaard, Eva Björk Káradóttir, Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason, Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Daniel Annisius.

 

 

End of whale watching season 2019



Last Saturday was the final day of a 9 month long whale watching season in Húsasvík. Both Gentle Giants and North Sailing departed for their 30th and final tour of November but as a consequence of especially good weather in November, whale watching has been available every single day. According to recent update of Gentle Giants November 2019 was a month to remember. The bay was really active, with passengers gazing at as much as 30 humpback whales in the same tour as well as other species!

The Húsavík Whale Museum enjoyed a visit of over 31 thousand guests this season, a similar number of guests as in 2018. The museum was open every to from April 1st to October 31st. From November 1st and until March 31st the opening hours will be 10-16 on weekdays.

The museum’s employees are currently doing typical winter projects in maintenance, collection cataloguing, exhibition updates etc. etc.

Photo by: Christian Schmidt



Increase in July’s visitor numbers

The number of visitors in the Húsavík Whale Museum were close to 10 thousand in July. That’s an increase from 2018 and a little bit more than in the same month in 2017. Germans, Americans and French are the most frequent visitors.

This year’s increase of visitors to the museum in July is a very positive and even surprising news. In the aftermath of WOW Air’s collapse earlier this year, a number of forecasts assumed decreation of tourists in Iceland – especially outside the Reykjavík area. With that in mind, any news in the opposite direction is something to cheer about even though the visitor numbers of the Húsavík Whale Museum can’t be transferred to the overall numbers.

Hvalaskoðun í miklum blóma í Skjálfandaflóa

Í dag er 1. ágúst og má því sannarlega segja að hápunktinum í íslenska ferðasumrinu sé náð. Þegar þetta er skrifað er 22 stiga hiti á Húsavík, mikið af ferðamönnum og bærinn iðandi af lífi. Sumarið var ansi seint á ferðinni þetta árið. Júní var kaldur og votviðrasamur og stór hluti af júlí einnig. Fjöldi ferðamanna stóðst þó væntingar að miklu leyti. Þá hefur hvalaskoðun á Skjálfandaflóa gengið vel og mikið líf búið að vera í flóanum í allt sumar. Að vanda hefur verið mikið af hnúfubökum, hrefnum og höfrungum og einnig hafa steypireyðar sést mörgum sinnum. Þá hafa háhyrningar sést töluvert oftar en undanfarin ár.

Almennt hefur allur gangur verið á hvalaskoðun á Íslandi þetta sumarið. Samkvæmt vísi.is hefur til að mynda verið mjög lítið um hval í Eyjafirði í júlímánuði.

Mynd: Christian Schmidt