Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og  Samtök bandarískra safna (American Alliance of Museums (AAM)) tilkynna styrkveitingar  vegna Safnatengsla (Museums Connect) 2015.

15 Alþjóðleg samstarfsverkefni hljóta styrk vegna safntengdra ungmennaskipta með áherslu á umhverfis- og samfélagsbreytingar.

 

WASHINGTON, DC ( 16. júlí, 2015) ─ Safnatengsl (Museums Connect) tilkynna um styrkveitingu sjö styrkja til 15 samstarfssafna fyrir árið 2015, og nær það einnig til úthlutana í löndum og ríkjum sem eru nýjir þátttakendur í verkefninu. Safnatengsl (Museums Connect) er á sínu áttunda starfsári og er sameiginlegt átak mennta- og menningardeildar Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og Samtaka bandarískra safna (AAM). Safnatengsl tengir saman söfn í Bandaríkjunum við söfn utan Bandaríkjanna í þvermenningarlegum skiptum sem tengja fólk, sérstaklega ungt fólk, saman gegnum samfélagsleg verkefni sem takast á við mikilvæg málefni í hverju landi.

 

Markmið Safnatengsla er að byggja upp alþjóðlegt samfélag gegnum samstarf, samráð og menningarleg skipti, er tengja viðeigandi söfn við samfélög bæði erlendis og heima fyrir, ásamt því að styðja við markmið utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem m.a. felur í sér styrkingu ungs fólks til sjálfstæðis, umhverfisvernd og samfélagslega heild.

 

„Þetta er samstarfsverkefni ólíkt öllum öðrum,“ sagði forseti og forstjóri samtakanna AAM, Laura Lott. „Safnatengsl gerir nemendum og borgurum um allan heim kleift að fást við málefni sem hafa bein áhrif á samfélag þeirra og vinna saman að lausnum á sumum af mikilvægustu áskorunum mannkynssins. Samstarfsverkefni Safnatengsla skapa heimsborgara og fóstra djúpstæð tengsl mlli Bandaríkjanna og alþjóðlegra samfélaga. Samtök Bandarískra Safna (AAM) eru stolt af áframhaldandi samstarfi sínu við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í þessu stórkostlega menntaskiptaverkefni.“

 

Frá stofnun Safnatengsla hafa þau tengt saman söfn í 27 ríkjum Bandaríkjanna við samstarfssöfn í 49 löndum, þar með talin eru Afganistan, Brasilía, Kína, Hondúras, Indland, Kenýa, Marokkó, Nígería, Úkraína og fleiri.

 

Það gleður okkur að tilkynna að í ár er íslensk stofnun meðal styrkþega þessa ágæta styrks.  Nánari upplýsingar um alla styrkþegana, sem sýna þá þverfaglegu og landfræðilegu  fjölbreytni sem er sérkenni Safnatengsla, eru fáanlegar á slóðinni www.aam-us.org/museumsconnect.

 

Að tengja saman strandmenningar samfélög:

Alþjóðlegt samtal um verndun sjávar og umhverfisferðamennsku.  

• Sögusamfélagið í Old Dartmouth – Hvalveiðisafnið í New Bedford, New Bedford, MA

• Hvalasafnið í Húsavík, Húsavík, Ísland

 

Þrátt fyrir samfélagslegan og menningarlegan mismun, kemur ungt fólk í New Bedford og á Húsavík frá svipuðum strandasamfélögum með sjávarbundinn efnahag.  Bæði samfélögin deila djúpum menningar- og sagnfræðilegum tengslum við hvali sem tekjulind og menningartákn.  Í þessu verkefni munu ungmenni á Húsavík og í New Bedford kanna sameiginlega efnahags- og menningarsögu sína í samhengi við sjávarumhverfi þeirra. Nemendurnir munu skipuleggja samfélags- og skólaviðburði til að vekja athygli á hvölum í þeirra náttúrulega umhverfi og deila skoðunum varðandi verndun sjávar og þeirra lífvera sem þar lifa, ásamt því að velta fyrir sér ferðamannaiðnaði byggðum á hvölum og hvalveiðum í gróðaskyni. Nemendur á aldrinum 15-18 ára í hvoru landi (18 nemendur frá Bandaríkjunum og níu frá Íslandi) munu mynda vinnuhóp (“Ocean Crew”).  Þeir munu fá fræðslu um hvali, líffræði og vistfræði hafsins. Nemendurnir munu halda viðburði eins og lestrarmaraþon fyrir börn, fjölskyldu miðaðan Hvala-dag, auk þess sem þau munu halda úti verkefnisvefsíðu sem birtir stafrænar kynningar nemendanna. Til viðbótar við umhverfisþáttinn, styður þetta verkefni formennsku Bandaríkjanna í Norðurslóðaráðinu 2015-2017.

 

Upplýsingar um Samtök Bandarískra Safna (American Alliance of Museums (AAM))

Samtök bandarískra safna eru stærstu safnaþjónustusamtök í heiminum og veita þjónustu til allra tegunda safna, þar með talin listasöfn, sagnfræðisöfn, vísindasöfn, grasafræðigarða, dýragarða og sjóminjasöfn.  Samtökin hjálpa söfnum að þjóna sínum samfélögum með því að útbúa viðmið og markmið, bjóða sérfræðilega þjálfun og úrræði, ásamt því að vera talsmenn safna landsins gagnvart almenningi, fjölmiðlum og kjörnum fulltrúum. Samtökin, sem starfa fyrir hönd 35.000 safna, 400.000 safnastarfsmanna, þúsunda sjálfboðaliða og gesta sem heimsækja söfn 850 milljón sinnum á hverju ári, hafa helgað sig því að styðja við ævilanga þekkingaröflun safna, auk þess að fagna menningararfleifð og hvetja til skapandi hæfileika og samkeppni í alþjóðlegu efnahagskerfi. Til að nálgast nánari upplýsingar, heimsækið www.aam-us.org.

 

Upplýsingar um menntunar- og menningardeild Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna

Mennta- og menningardeild Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna (ECA) byggir tengsl milli fólks í Bandaríkjunum og fólks frá öðrum þjóðum gegnum, mennta-, menningar-, íþrótta-, og atvinnutengd vistaskiptaverkefni, ásamt samstarfsverkefnum stjórnvalda og einkageirans, og ráðgjafaverkefnum. Þessi vistaskipti bæta alþjóðleg tengsl og styrkja þjóðaröryggi Bandaríkjanna, styðja leiðtogahlutverk Bandaríkjanna á alþjóðlegum grunni og gefa víðtækan hagnað heima fyrir með að aðstoða við að brjóta niður hindranir sem svo oft skilja okkur að, eins og trú, pólitík, tungumál, kynþætti og landafræði. Verkefni ECA koma á fót tengslum sem virkja og auka kraft fólks og hvetur fólk til að gerast leiðtogar og hugsuðir; til að virkja nýja hæfileika; og til að finna tengsl sem munu skapa jákvæðar breytingar í samfélögum þeirra. Yfir milljón manns hafa tekið þátt í verkefnum ECA um allan heim, þar með talið yfir 40 Nóbelsverðlaunahafar og meira en 300 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtogar um allan heim. Til að nálgast nánari upplýsingar, heimsækið: http://www.exchanges.state.gov/us

 

 

Tengiliðir fjölmiðla:

Adam Nelson Director/ Forstjóri,

Alþjóðleg stefnu- og viðskiptaþróun

International Strategy and Business Development

Samtök bandarískra safna (American Alliance of Museums (AAM))

202-218-7714202-218-7714

museumsconnect@aam-us.org

 

Jane Danese

Mennta- og menningardeild Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna

Bureau of Educational and Cultural Affairs

U.S. Department of State

202-632-6452202-632-6452