Uppfærsla á sýningu.

Í dag var listasýning eftir myndlistarkonuna Renata Ortega tekin niður úr sýningarsal Hvalasafnsins. Listasýningin var sett upp um mitt sumar 2018 og átti upphaflega vera til sýnis út árið 2019. Þegar kom að því að fá inn næstu listamenn sem ætluðu að koma til okkar erlendis frá setti heimsfaraldurinn strik í reikninginn og því var brugðið á það ráð að halda Renu þar til ferðalög yrðu möguleg á ný. Nú þegar líða fer að vori 2021 er en óvíst hvenær við getum ferðast hindranalaust á milli landa og verður því brugðið á það ráð að setja upp tímabundna sýningu um plast í hafi í samstarfi við Ocean Mission.

Ocean Mission er samfélag einstaklinga sem vinnur að rannsóknum og verndun hafsins. Verkefni Ocean Mission felast í tímabundnum rannsóknum á viðkvæmum hafsvæðum til þess að safna upplýsingum fyrir vísindamenn, löggjafavald og aðra hagsmunaaðila sem er annt um villta náttúru og heilsu hafsins. Áhersla er lögð á svæði sem vekja vísindalegan áhuga eða eru lítið sótt vegna landfræðilegra þátta. Sjónum er sérstaklega beint að rusli sem flýtur í hafi, þar með talið veiðifæri og plast, og miða rannsóknir að því að meta áhrif á lífríki sjávar.

Verið er að leita eftir styrktaraðilum til þess að aðstoða við fjármögnun sýningarinnar.

Hvalasafnið þakkar Renu innilega fyrir fallega listasýningu sem við kveðjum með söknuði.

 

Listaverk eftir Renata Ortega

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on google
Google+
Share on linkedin
LinkedIn

More to explorer

Lindi með viðurkenningu frá Hvalasafninu eftir sinn síðasta stjórnarfund

Lindi hættur sem formaður Hvalasafnsins

Í nóvember síðastliðnum var tilkynnt að stjórnarformaður Hvalasafnsins á Húsavík, Þorkell Lindberg Þórarinsson hefði verið ráðinn nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Þorkell, eða

Sumarlok

Aðsókn í Hvalasafnið á Húsavík í sumar var framar vonum en rétt um 11.500 þúsund gestir heimsóttu safnið í júní, júlí og

Lokað er fyrir athugasemdir.