Sextán daga í byggingu og stóð í 63 ár

Á dögunum var timbur frystiklefi sem byggður var við hús Hvalasafnsins að norðanverðu rifinn. Eins og þekkt er hýsti hús Hvalasafnsins lengst af slátur- og frystihús Kaupfélags Þingeyinga og var húsið fullbyggt árið 1931 og þótti á þeim tíma hin myndarlegasta bygging og afkastamikið sláturhús.

Hvalasafnið á Húsavík

Ásýnd hússins hefur nú breyst töluvert

 

Frystiklefi2

Þessi viðbygging sem rifin var á dögunum var í ágætu ásigkomulagi en var þó hvorki hluti af upprunalegu húsnæði KÞ né hluti af framtíðar skipulagi á starfsemi í húsinu. Kom í ljós að gólffjalir reyndust í ótrúlega góðu standi og voru þær nýttar af bændum í Útkinn. Ammoníakrörin sem voru í lofti og veggjum og voru hluti af frystikerfi hússins voru einnig boðin til nýtingar og komu hestamenn frá nærsveitum og söguðu niður rörbúta til að nota í gerði við hesthús. Stærstur hluti efnisins í húsinu var þó rifinn og settur í förgun. Það var Steinsteypir ehf sem sá um niðurrifin.

Frystiklefi

 

Merkileg saga
Fyrstiklefinn á sér merkilega sögu. Hann var byggður töluvert síðar en húsið, eða árið 1955 og var því 63 ára þegar hann var rifinn.  Í bókinni „Aldarsaga Kaupfélags Þingeyinga 1882-1982“ eftir Andrés Kristjánsson segir frá því þegar viðbyggingin var byggð. Orðrétt segir í bókinni á bls. 350:

„Haustið 1955 kom í ljós, að frystihúsið mundi ekki taka kjöt alls þess fjár sem slátra þurfti á vegum félagsins. Þá var ráðist fyrirvaralaust í viðbyggingu sem reist var á 16 dögum og tók 10 þúsund kjötskrokka í frystigeymslu. Þetta kom í veg fyrir að slátrun stöðvaðist í miðjum klíðum“.

Það er greinilegt að þessi fyrirvaralausa ákvörðun um byggingu frystiklefa á einungis sextán dögum vegna sérstakra aðstæðna á kjötmarkaði hefur ekki komið í veg fyrir að vandað hafi verið til verka. Viðbyggingin stóð fyrir sínu  í 63 ár og einungis tvö ár síðan slökkt var á frystipressunum í húsinu.

Eftirfarandi frétt birtist um málið í Tímanumþann 29. september 1955.

 

Frétt_1

Frystihús

Facebook
Twitter
LinkedIn

More to explorer

A Whale Carcass in North Iceland

Last week staff from the Húsavík Whale Museum ventured to Eyjafjörður to take a closer look at a whale carcass on the

Lokað er fyrir athugasemdir.